Nissan Leaf að ná heildarsölu Chevrolet Volt Finnur Thorlacius skrifar 29. desember 2014 10:19 Nissan Leaf. Tveir mest seldu rafmagnsbílar heims, Chevrolet Volt og Nissan Leaf komu báðir á markað árið 2010. Chevrolet Volt tók strax forystuna í sölu bílanna tveggja en það mun væntanlega breytast mjög fljótt á næsta ári. Frá nóvember 2010 og til sama mánaðar í ár hefur Volt selst í 71.867 eintökum en Nissan Leaf í 69.220 eintökum. Nissan Leaf selst nú í um 2.500 til 2.700 eintökum á mánuði, en Volt í 1.500 til 1.700 eintökum, svo ætla má að Nissan Leaf taki forystuna í febrúar, eða mars. Þegar þeirri forystu verður náð má búast við að Nissan Leaf muni halda henni lengi, því enginn annar bíll ógnar henni sem stendur. Ný kynslóð Chevrolet Volt kemur á markað um mitt næsta ár og má þá búast við aukinni sölu hans. Ólíklegt þykir þó að Volt muni ná forystunni af Nissan Leaf á næsta ári. Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent
Tveir mest seldu rafmagnsbílar heims, Chevrolet Volt og Nissan Leaf komu báðir á markað árið 2010. Chevrolet Volt tók strax forystuna í sölu bílanna tveggja en það mun væntanlega breytast mjög fljótt á næsta ári. Frá nóvember 2010 og til sama mánaðar í ár hefur Volt selst í 71.867 eintökum en Nissan Leaf í 69.220 eintökum. Nissan Leaf selst nú í um 2.500 til 2.700 eintökum á mánuði, en Volt í 1.500 til 1.700 eintökum, svo ætla má að Nissan Leaf taki forystuna í febrúar, eða mars. Þegar þeirri forystu verður náð má búast við að Nissan Leaf muni halda henni lengi, því enginn annar bíll ógnar henni sem stendur. Ný kynslóð Chevrolet Volt kemur á markað um mitt næsta ár og má þá búast við aukinni sölu hans. Ólíklegt þykir þó að Volt muni ná forystunni af Nissan Leaf á næsta ári.
Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent