Button áfram hjá McLaren Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. desember 2014 11:56 Button ekur með Fernando Alonso en Kevin Magnussen verður tilraunaökumaður. Vísir/Getty McLaren staðfesti í morgun að Jenson Button verði áfram í keppnisliði McLaren í Formúlu 1-kappakstrinum og verði því liðsfélagi Fernando Alonso, sem kom frá Ferrari á dögunum. Kevin Magnussen missir því sæti sitt í liðinu en verður þó áfram hjá McLaren sem tilrauna og varaökumaður. „Fernando og Jenson hafa ekið í nákvæmlega 500 mótum samanlagt og unnið 47 þeirra,“ sagði Ron Dennis, liðsstjóri McLaren. „Ekkert annað lið státar af jafn sterkri uppstillingu í dag.“ Alonso var síðast á mála hjá McLaren fyrir sjö árum síðan en fór eftir að hafa lent upp á kant við Dennis. Hann segist þó þess fullviss um að liðið sé á réttri braut í dag. „Ég veit að það gæti tekið smá tíma að ná þeim árangri sem stefnum að en það er í góðu lagi mín vegna.“ Button hefur verið hjá McLaren í sex ár og sextán ár alls í Formúlunni. Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
McLaren staðfesti í morgun að Jenson Button verði áfram í keppnisliði McLaren í Formúlu 1-kappakstrinum og verði því liðsfélagi Fernando Alonso, sem kom frá Ferrari á dögunum. Kevin Magnussen missir því sæti sitt í liðinu en verður þó áfram hjá McLaren sem tilrauna og varaökumaður. „Fernando og Jenson hafa ekið í nákvæmlega 500 mótum samanlagt og unnið 47 þeirra,“ sagði Ron Dennis, liðsstjóri McLaren. „Ekkert annað lið státar af jafn sterkri uppstillingu í dag.“ Alonso var síðast á mála hjá McLaren fyrir sjö árum síðan en fór eftir að hafa lent upp á kant við Dennis. Hann segist þó þess fullviss um að liðið sé á réttri braut í dag. „Ég veit að það gæti tekið smá tíma að ná þeim árangri sem stefnum að en það er í góðu lagi mín vegna.“ Button hefur verið hjá McLaren í sex ár og sextán ár alls í Formúlunni.
Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira