Mílanóborg borgar ökumönnum fyrir að aka ekki Finnur Thorlacius skrifar 15. desember 2014 16:11 Mílanóborg vill losna við þétta bílaumferð í miðborginni. Í borgum Evrópu berjast borgaryfirvöld á ýmsan hátt við að minnka eða losna við bílaumferð. Í Mílanó á Ítalíu hafa borgaryfirvöld bryddað uppá frumlegri leið til að fækka bílum í miðborginni. Þar á bæ er bíleigendum hreinlega borgað fyrir að skilja bílinn eftir. Þessi aðferð krefst þess þó að tiltekinn tæknibúnaður sé í bílunum, en með honum sjá borgaryfirvöld hvort bíllinn hefur verið skildur eftir, eður ei. Þeim bíleigendum sem ekki hafa hreyft bíl sinn frá 7:30 að morgni til 7:30 að kvöldi er send inneign í farsíma þeirra uppá 1,5 evrur, eða 230 krónur og dugar sú upphæð til að kaupa miða í almenningsflutningakerfi Mílanóborgar. Hugmynd þessa telja borgaryfirvöld í Mílanó heppilegri en að rukka bíleigendur með stöðumælum og muni á endanum kosta borgina minna, auk þess sem það tryggir minni mengun í borginni og meiri frið fyrir gangandi vegfarendur. Yfirvöld í öðrum fjölmennum borgum í Evrópu munu vafalaust fylgjast með hvernig þetta mun lukkast við að draga úr umferð í Mílanó. Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent
Í borgum Evrópu berjast borgaryfirvöld á ýmsan hátt við að minnka eða losna við bílaumferð. Í Mílanó á Ítalíu hafa borgaryfirvöld bryddað uppá frumlegri leið til að fækka bílum í miðborginni. Þar á bæ er bíleigendum hreinlega borgað fyrir að skilja bílinn eftir. Þessi aðferð krefst þess þó að tiltekinn tæknibúnaður sé í bílunum, en með honum sjá borgaryfirvöld hvort bíllinn hefur verið skildur eftir, eður ei. Þeim bíleigendum sem ekki hafa hreyft bíl sinn frá 7:30 að morgni til 7:30 að kvöldi er send inneign í farsíma þeirra uppá 1,5 evrur, eða 230 krónur og dugar sú upphæð til að kaupa miða í almenningsflutningakerfi Mílanóborgar. Hugmynd þessa telja borgaryfirvöld í Mílanó heppilegri en að rukka bíleigendur með stöðumælum og muni á endanum kosta borgina minna, auk þess sem það tryggir minni mengun í borginni og meiri frið fyrir gangandi vegfarendur. Yfirvöld í öðrum fjölmennum borgum í Evrópu munu vafalaust fylgjast með hvernig þetta mun lukkast við að draga úr umferð í Mílanó.
Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent