Norðmenn slaka á kröfum um aðgengi Kristján Már Unnarsson skrifar 17. desember 2014 15:00 Frá Stavanger í Noregi. Leyfður halli á skábrautum og göngusvæðum verður aukinn úr 1:20 í 1:15. Norsk stjórnvöld hafa ákveðið að slaka á kröfum um aðgengi í byggingarreglugerð í því skyni að draga úr kostnaði við smíði minni íbúða og auðvelda ungu fólki fyrstu íbúðakaup. Breytingarnar taka gildi um áramótin en tilgangurinn er að fjölga litlum íbúðum á markaði. „Við þurfum að byggja fleiri og ódýrari íbúðir til að það verði ódýrara að komast inn á húsnæðismarkaðinn,“ segir ráðherra sveitarstjórnarmála, Jan Tore Sanner, í yfirlýsingu á heimasíðu ráðuneytisins. Hann segir að með tímanum hafi tæknilegar kröfur aukist og gert húsnæði dýrara. Sérstaklega sé mikilvægt að einfalda reglurnar gagnvart litlum íbúðum af þeirri stærð sem dæmigerðar eru sem fyrstu íbúðakaup. Nýja reglugerðin veitir undanþágu frá kröfum um aðgengi fyrir helming íbúða, eins og tveggja herbergja, sem eru 50 fermetrar eða minni. Norskt byggingasamvinnufélag áætlar að stærð minni íbúða geti minnkað við þetta um 4-5 fermetra og byggingarkostnaður lækkað um milli 300 og 400 þúsund norskar krónur á hverja íbúð, eða sem nemur 5 til 7 milljónum íslenskra króna.Frá nýbyggingu í Noregi. Áætlað er að byggingarkostnaður geti lækkað um 5-7 milljónir króna á íbúð.„Við þurfum að byggja fleiri íbúðir hraðar. Við vitum einnig að við þurfum meira húsnæði sem er aðgengilegt öllum. Með þessari lausn getum við bæði byggt fleiri íbúðir og jafnframt verða til fleiri íbúðir með aðgengi fyrir alla,“ segir ráðherrann. Sem dæmi um breytingar er að dregið er úr kröfum um snúningsrými hjólastóla, um lágmarksbreidd á göngum, um aðgengi að baðherbergjum, um sjálfvirkar hurðaopnanir og meiri halli verður leyfður á skábrautum og göngusvæðum, sem þýðir minni landslagsbreytingar og að hægt verður að byggja í meiri bratta. Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Norsk stjórnvöld hafa ákveðið að slaka á kröfum um aðgengi í byggingarreglugerð í því skyni að draga úr kostnaði við smíði minni íbúða og auðvelda ungu fólki fyrstu íbúðakaup. Breytingarnar taka gildi um áramótin en tilgangurinn er að fjölga litlum íbúðum á markaði. „Við þurfum að byggja fleiri og ódýrari íbúðir til að það verði ódýrara að komast inn á húsnæðismarkaðinn,“ segir ráðherra sveitarstjórnarmála, Jan Tore Sanner, í yfirlýsingu á heimasíðu ráðuneytisins. Hann segir að með tímanum hafi tæknilegar kröfur aukist og gert húsnæði dýrara. Sérstaklega sé mikilvægt að einfalda reglurnar gagnvart litlum íbúðum af þeirri stærð sem dæmigerðar eru sem fyrstu íbúðakaup. Nýja reglugerðin veitir undanþágu frá kröfum um aðgengi fyrir helming íbúða, eins og tveggja herbergja, sem eru 50 fermetrar eða minni. Norskt byggingasamvinnufélag áætlar að stærð minni íbúða geti minnkað við þetta um 4-5 fermetra og byggingarkostnaður lækkað um milli 300 og 400 þúsund norskar krónur á hverja íbúð, eða sem nemur 5 til 7 milljónum íslenskra króna.Frá nýbyggingu í Noregi. Áætlað er að byggingarkostnaður geti lækkað um 5-7 milljónir króna á íbúð.„Við þurfum að byggja fleiri íbúðir hraðar. Við vitum einnig að við þurfum meira húsnæði sem er aðgengilegt öllum. Með þessari lausn getum við bæði byggt fleiri íbúðir og jafnframt verða til fleiri íbúðir með aðgengi fyrir alla,“ segir ráðherrann. Sem dæmi um breytingar er að dregið er úr kröfum um snúningsrými hjólastóla, um lágmarksbreidd á göngum, um aðgengi að baðherbergjum, um sjálfvirkar hurðaopnanir og meiri halli verður leyfður á skábrautum og göngusvæðum, sem þýðir minni landslagsbreytingar og að hægt verður að byggja í meiri bratta.
Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent