PSA/Peugeot-Citroën flytur höfuðstöðvarnar Finnur Thorlacius skrifar 18. desember 2014 10:49 Höfuðstöðvar PSA Peugeot-Citroën í París. Höfuðstöðvar franska bílaframleiðandans PSA/Peugeot-Citroën hafa verið í nokkur hundruð metra fjarlægð frá sigurboganum í París í hálfa öld. Nú stefnir hinsvegar í að fyrirtækið flytji höfuðstöðvar sínar frá miðborg Parísar í sparnaðarskyni. Til stendur að flytja höfuðstöðvarnar við hlið Poissy bílaverksmiðju PSA, sem staðsett er í um hálftíma akstursfjarlægð frá París. Það eru 1.500 starfsmenn sem vinna í höfuðstöðvum PSA og verða 1.000 þeirra fluttir til Poissy en 500 á aðra staði innan Parísar. Þessi flutningur PSA er liður í mikilli endurskipulagningu fyrirtækisins sem það hefur neyðst til að grípa til vegna bágrar sölu og fjárskorts. PSA seldi vænan hluta fyrirtækisins til franska ríkisins og kínverska bílaframleiðandans Dongfeng. PSA seldi bygginguna sem hýsir höfuðstöðvarnar í París árið 2012 fyrir 38 milljarða króna og hefur síðan leigt aðstöðu í henni með ærnum tilkostnaði. Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður
Höfuðstöðvar franska bílaframleiðandans PSA/Peugeot-Citroën hafa verið í nokkur hundruð metra fjarlægð frá sigurboganum í París í hálfa öld. Nú stefnir hinsvegar í að fyrirtækið flytji höfuðstöðvar sínar frá miðborg Parísar í sparnaðarskyni. Til stendur að flytja höfuðstöðvarnar við hlið Poissy bílaverksmiðju PSA, sem staðsett er í um hálftíma akstursfjarlægð frá París. Það eru 1.500 starfsmenn sem vinna í höfuðstöðvum PSA og verða 1.000 þeirra fluttir til Poissy en 500 á aðra staði innan Parísar. Þessi flutningur PSA er liður í mikilli endurskipulagningu fyrirtækisins sem það hefur neyðst til að grípa til vegna bágrar sölu og fjárskorts. PSA seldi vænan hluta fyrirtækisins til franska ríkisins og kínverska bílaframleiðandans Dongfeng. PSA seldi bygginguna sem hýsir höfuðstöðvarnar í París árið 2012 fyrir 38 milljarða króna og hefur síðan leigt aðstöðu í henni með ærnum tilkostnaði.
Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður