Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 22-23 | Ágúst var hetja Mosfellinga Ingvi Þór Sæmundsson í DB Schenker-höllinni skrifar 18. desember 2014 15:13 Vísir/Valli Ágúst Birgisson var hetja Aftureldingar þegar liðið lagði Hauka að velli í Schenker-höllinni í 16. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Þegar 15 sekúndur voru eftir af leiknum voru gestirnir með boltann, Böðvar Páll Ásgeirsson lyfti sér upp og átti skot sem Giedrius Morkunas varði. Ágúst var hins vegar fyrstur til, tók frákastið og skoraði sitt fimmta mark í leiknum úr jafnmörgum skotum. Haukar fengu ágætis færi til að jafna metin á lokasekúndunum, en Davíð Svansson varði skot Vilhjálms Geirs Haukssonar úr vinstra horninu. Mosfellingar fögnuðu sigrinum af mikilli innlifun sem eðlilegt er, en liðið er í þriðja sæti nú þegar deildin fer í jólafrí. Þetta var hins vegar fjórða tap Hauka í röð, en lærisveinar Patreks Jóhannessonar sitja í 7. sæti með aðeins tólf stig. Mosfellingar byrjuðu leikinn í kvöld betur og leiddu framan af. Óöryggis gætti í leik Hauka og gestirnir gengu á lagið. Þeir náðu samt aldrei meira en tveggja marka forystu og fljótlega náðu Haukar vopnum sínum. Vörnin styrktist, Morkunas fann sig betur í markinu og þá skoraði Þröstur Þráinsson grimmt úr hægra horninu. Þröstur skoraði alls sex mörk í fyrri hálfleik, eða helming marka Hauka sem leiddu með þremur mörkum, 12-9, í leikhléi. Sóknarleikur Aftureldingar hrökk í baklás og varð verri eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn, en til marks um það skoraði liðið aðeins tvö mörk á síðustu 14 mínútum hálfleiksins. Gestirnir opnuðu hornin ekki í eitt einasta skipti í fyrri hálfleiknum, en hornaspilið er sennilega helsti veikleiki Aftureldingar. Haukarnir voru hins vegar duglegir að opna hornin og línuna, en horna- og línumennirnir skoruðu 11 af 12 mörkum heimamanna í fyrri hálfleik. Skytturnar Árni Steinn Steinþórsson og Adam Haukur Baumruk náðu sér engan veginn á strik, en þeir skoruðu samtals fjögur mörk úr 18 skotum í kvöld. Hvorugur þeirra hefur spilað vel á undanförnum vikum, en ljóst er að þeir þurfa að bæta leik sinn til muna ætli Haukar sér að klífa upp töfluna á nýju ári. Afturelding byrjaði seinni hálfleikinn betur, jöfnuðu og komust yfir. En í stöðunni 17-18 kom góður kafli hjá heimamönnum sem skoruðu þrjú mörk í röð. Mosfellingar jöfnuðu á nýjan leik og við tók spennandi lokakafli. Haukar virtust hins vegar vera komnir með pálmann í hendurnar þegar Jóhann Gunnar Einarsson var rekinn út af þegar um tvær og hálf mínúta voru eftir af leiknum. Haukarnir nýttu sér liðsmuninn hins vegar afar illa og það kom í bakið á þeim eins og áður sagði. Þröstur var markahæstur í liði Hauka með sex mörk, en besti maður liðsins var Morkunas sem varði 16 skot í markinu. Kollegi hans í marki Aftureldingar var einnig góður, en Davíð varði alls 19 skot í leiknum. Ágúst var markahæstur hjá Mosfellingum með fimm mörk, en Böðvar kom næstur með fjögur.Patrekur: Strákarnir þurfa að stíga upp "Við vorum með unninn leik og hentum þessu frá okkur," sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, eftir eins marks tap, 22-23, fyrir Aftureldingu á heimavelli í kvöld. En hvað fannst honum misfarast undir lok leiksins, þar sem Haukar voru m.a. einum fleiri? "Við vorum einum fleiri, en nýttum það illa. Við áttum að vera búnir að loka þessum leik og fengum fullt af sénsum til þess. Við vorum líka kærulausir á köflum, með sendingar og annað slíkt. Þessi atriði töldu í lokin. "En það var jákvætt að menn voru beittir og varnarlega vorum við fínir, en þú verður að loka svona leikjum. Við áttum að klára þetta," sagði Patrekur sem sá þó framfarir frá síðustu leikjum. "Já, en þegar gengið hefur ekki verið gott eru menn ekki alltaf með sjálfstraustið í botni. Það er bara mannlegt. Þetta var betra en í mörgum leikjum, en við fengum samt engin stig. "Það er margt sem við þurfum að laga og við erum löngu búnir að teikna það upp hvað við ætlum að gera í hléinu. Menn svekkja sig í kvöld, en síðan fara leikmenn að vinna í þeim þáttum sem þeir geta bætt," sagði Patrekur en hann er sem kunnugt er á leið með Austurríki á HM í Katar í janúar. Haukar hafa nú tapað fjórum leikjum í röð og sitja í 7. sæti deildarinnar. Aðspurður hvort Haukar ætluðu að sækja sér liðsstyrk eða treysta á núverandi hóp hafði Patrekur þetta að segja: "Ég get ekki svarað því núna, en auðvitað munum við skoða allt. En þessir strákar sem við erum með þurfa að stíga upp og eiga að gera það. "Ég nenni ekki að tala lengur um að menn séu ungir. Það eru ungir menn í öllum liðum. Menn þurfa að nýta næstu vikur og hugsa kannski meira um handbolta," sagði Patrekur að lokum.Ágúst: Þetta var æðislegt Ágúst Birgisson, línumaður Aftureldingar, var hæstánægður þegar blaðamaður Vísis tók hann tali eftir sigur Mosfellinga á Haukum í Schenker-höllinni í kvöld. Ágúst skoraði sigurmark Aftureldingar á lokamínútunni og tryggði sínum mönnum stigin tvö. "Jú, þetta var æðislegt. Þetta eru dýrmæt stig og það er gott að fara með sigur inn í jólafríið. "Þetta hefði getað dottið báðum megin. Þeir voru yfir á köflum, líkt og við, og þetta datt með okkur í lokin," sagði Ágúst sem hefur spilað mikið að undanförnu eftir að hinn línumaður Aftureldingar, Pétur Júníusson, datt út vegna meiðsla. Ágúst er nokkuð sáttur með hvernig til hefur tekist. "Já, þetta hefur gengið vel. Maður þarf að fylla í skarðið fyrir Pésa sem er frábær leikmaður. Ég geri mitt besta," sagði Ágúst. Hann segir að það sé gott að hafa unnið síðasta leik fyrir jól. "Já, það er miklu betra. Ég er mjög ánægður með að fá tvö stig svona rétt fyrir jólin." Olís-deild karla Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Ágúst Birgisson var hetja Aftureldingar þegar liðið lagði Hauka að velli í Schenker-höllinni í 16. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Þegar 15 sekúndur voru eftir af leiknum voru gestirnir með boltann, Böðvar Páll Ásgeirsson lyfti sér upp og átti skot sem Giedrius Morkunas varði. Ágúst var hins vegar fyrstur til, tók frákastið og skoraði sitt fimmta mark í leiknum úr jafnmörgum skotum. Haukar fengu ágætis færi til að jafna metin á lokasekúndunum, en Davíð Svansson varði skot Vilhjálms Geirs Haukssonar úr vinstra horninu. Mosfellingar fögnuðu sigrinum af mikilli innlifun sem eðlilegt er, en liðið er í þriðja sæti nú þegar deildin fer í jólafrí. Þetta var hins vegar fjórða tap Hauka í röð, en lærisveinar Patreks Jóhannessonar sitja í 7. sæti með aðeins tólf stig. Mosfellingar byrjuðu leikinn í kvöld betur og leiddu framan af. Óöryggis gætti í leik Hauka og gestirnir gengu á lagið. Þeir náðu samt aldrei meira en tveggja marka forystu og fljótlega náðu Haukar vopnum sínum. Vörnin styrktist, Morkunas fann sig betur í markinu og þá skoraði Þröstur Þráinsson grimmt úr hægra horninu. Þröstur skoraði alls sex mörk í fyrri hálfleik, eða helming marka Hauka sem leiddu með þremur mörkum, 12-9, í leikhléi. Sóknarleikur Aftureldingar hrökk í baklás og varð verri eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn, en til marks um það skoraði liðið aðeins tvö mörk á síðustu 14 mínútum hálfleiksins. Gestirnir opnuðu hornin ekki í eitt einasta skipti í fyrri hálfleiknum, en hornaspilið er sennilega helsti veikleiki Aftureldingar. Haukarnir voru hins vegar duglegir að opna hornin og línuna, en horna- og línumennirnir skoruðu 11 af 12 mörkum heimamanna í fyrri hálfleik. Skytturnar Árni Steinn Steinþórsson og Adam Haukur Baumruk náðu sér engan veginn á strik, en þeir skoruðu samtals fjögur mörk úr 18 skotum í kvöld. Hvorugur þeirra hefur spilað vel á undanförnum vikum, en ljóst er að þeir þurfa að bæta leik sinn til muna ætli Haukar sér að klífa upp töfluna á nýju ári. Afturelding byrjaði seinni hálfleikinn betur, jöfnuðu og komust yfir. En í stöðunni 17-18 kom góður kafli hjá heimamönnum sem skoruðu þrjú mörk í röð. Mosfellingar jöfnuðu á nýjan leik og við tók spennandi lokakafli. Haukar virtust hins vegar vera komnir með pálmann í hendurnar þegar Jóhann Gunnar Einarsson var rekinn út af þegar um tvær og hálf mínúta voru eftir af leiknum. Haukarnir nýttu sér liðsmuninn hins vegar afar illa og það kom í bakið á þeim eins og áður sagði. Þröstur var markahæstur í liði Hauka með sex mörk, en besti maður liðsins var Morkunas sem varði 16 skot í markinu. Kollegi hans í marki Aftureldingar var einnig góður, en Davíð varði alls 19 skot í leiknum. Ágúst var markahæstur hjá Mosfellingum með fimm mörk, en Böðvar kom næstur með fjögur.Patrekur: Strákarnir þurfa að stíga upp "Við vorum með unninn leik og hentum þessu frá okkur," sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, eftir eins marks tap, 22-23, fyrir Aftureldingu á heimavelli í kvöld. En hvað fannst honum misfarast undir lok leiksins, þar sem Haukar voru m.a. einum fleiri? "Við vorum einum fleiri, en nýttum það illa. Við áttum að vera búnir að loka þessum leik og fengum fullt af sénsum til þess. Við vorum líka kærulausir á köflum, með sendingar og annað slíkt. Þessi atriði töldu í lokin. "En það var jákvætt að menn voru beittir og varnarlega vorum við fínir, en þú verður að loka svona leikjum. Við áttum að klára þetta," sagði Patrekur sem sá þó framfarir frá síðustu leikjum. "Já, en þegar gengið hefur ekki verið gott eru menn ekki alltaf með sjálfstraustið í botni. Það er bara mannlegt. Þetta var betra en í mörgum leikjum, en við fengum samt engin stig. "Það er margt sem við þurfum að laga og við erum löngu búnir að teikna það upp hvað við ætlum að gera í hléinu. Menn svekkja sig í kvöld, en síðan fara leikmenn að vinna í þeim þáttum sem þeir geta bætt," sagði Patrekur en hann er sem kunnugt er á leið með Austurríki á HM í Katar í janúar. Haukar hafa nú tapað fjórum leikjum í röð og sitja í 7. sæti deildarinnar. Aðspurður hvort Haukar ætluðu að sækja sér liðsstyrk eða treysta á núverandi hóp hafði Patrekur þetta að segja: "Ég get ekki svarað því núna, en auðvitað munum við skoða allt. En þessir strákar sem við erum með þurfa að stíga upp og eiga að gera það. "Ég nenni ekki að tala lengur um að menn séu ungir. Það eru ungir menn í öllum liðum. Menn þurfa að nýta næstu vikur og hugsa kannski meira um handbolta," sagði Patrekur að lokum.Ágúst: Þetta var æðislegt Ágúst Birgisson, línumaður Aftureldingar, var hæstánægður þegar blaðamaður Vísis tók hann tali eftir sigur Mosfellinga á Haukum í Schenker-höllinni í kvöld. Ágúst skoraði sigurmark Aftureldingar á lokamínútunni og tryggði sínum mönnum stigin tvö. "Jú, þetta var æðislegt. Þetta eru dýrmæt stig og það er gott að fara með sigur inn í jólafríið. "Þetta hefði getað dottið báðum megin. Þeir voru yfir á köflum, líkt og við, og þetta datt með okkur í lokin," sagði Ágúst sem hefur spilað mikið að undanförnu eftir að hinn línumaður Aftureldingar, Pétur Júníusson, datt út vegna meiðsla. Ágúst er nokkuð sáttur með hvernig til hefur tekist. "Já, þetta hefur gengið vel. Maður þarf að fylla í skarðið fyrir Pésa sem er frábær leikmaður. Ég geri mitt besta," sagði Ágúst. Hann segir að það sé gott að hafa unnið síðasta leik fyrir jól. "Já, það er miklu betra. Ég er mjög ánægður með að fá tvö stig svona rétt fyrir jólin."
Olís-deild karla Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira