Milljón Skódar í ár Finnur Thorlacius skrifar 19. desember 2014 15:24 Skoda Octavia er söluhæsti bíll fyrirtækisins. Gengi tékkneska bílaframleiðandans Skoda hefur verið ævintýri líkast á síðustu árum og Skoda fagnar nú þeim áfanga að selja milljónasta bílinn á þesu ári, en það hefur ekki gerst áður. Milljónasti bíllinn sem afhentur var glöðum eiganda var af gerðinni Skoda Estate vRS 2.0 TSI, sem er 220 hestafla skruggukerra af langbaksgerð. Skoda seldi 932.000 bíla í fyrra og í ár stefnir í 10% söluaukningu. Sala Skoda hefur vaxið um ríflega 30% frá árinu 2010. Skoda hefur verið í eigu Volkswagen frá árinu 2000 og sala fyrirtækisins hefur vaxið stórum skrefum síðan. Velta Skoda nam 1.600 milljörðum króna í fyrra. Hjá Skoda vinna nú 26.000 manns og verksmiðjur fyrirtæksisn eru í Tékklandi, Indlandi, Kína, Rússlandi og Slóvakíu. Skoda selur fjórða hvern bíl nú í Kína og söluaukning Skoda í Kína í nóvember var 47%. Skoda er eitt af eldri bílafyrirtækjum Evrópu og var stofnað árið 1895. Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent
Gengi tékkneska bílaframleiðandans Skoda hefur verið ævintýri líkast á síðustu árum og Skoda fagnar nú þeim áfanga að selja milljónasta bílinn á þesu ári, en það hefur ekki gerst áður. Milljónasti bíllinn sem afhentur var glöðum eiganda var af gerðinni Skoda Estate vRS 2.0 TSI, sem er 220 hestafla skruggukerra af langbaksgerð. Skoda seldi 932.000 bíla í fyrra og í ár stefnir í 10% söluaukningu. Sala Skoda hefur vaxið um ríflega 30% frá árinu 2010. Skoda hefur verið í eigu Volkswagen frá árinu 2000 og sala fyrirtækisins hefur vaxið stórum skrefum síðan. Velta Skoda nam 1.600 milljörðum króna í fyrra. Hjá Skoda vinna nú 26.000 manns og verksmiðjur fyrirtæksisn eru í Tékklandi, Indlandi, Kína, Rússlandi og Slóvakíu. Skoda selur fjórða hvern bíl nú í Kína og söluaukning Skoda í Kína í nóvember var 47%. Skoda er eitt af eldri bílafyrirtækjum Evrópu og var stofnað árið 1895.
Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent