Frakkar vilja losna við dísilbíla Finnur Thorlacius skrifar 1. desember 2014 10:11 Það mun taka tímann sinn að losna við alla dísilbíla sem nú eru í Frakklandi. Markmið ríkisstjórnar Frakklands er að losna við alla dísilbíla í landinu, en mengun af þeim er miklu hættulegri fólki en mengun af völdum bíla með bensínvélar. Markar þetta mikla breytingu í viðhorfi Frakka til dísilbíla, en 80% af frönskum ökumönnum aka nú á dísilbílum. Hafa þeir selst í miklum meirihluta í landinu á undanförnum árum samanborið við bensínbíla. Þetta viðhorf Frakka er í takt við viðhorf borgarstjóra Lundúna, Boris Johnson, sem einnig vill losna við þá af götum höfuðborgarinnar, vegna hættulegrar mengunar frá þeim. Frakkar ætla að lækka hlutfall dísilbíla með skattlagningu á þá í takt við mengun þeirra. Auk þess munu þeir umbuna kaupendum nýrra bíla með allt að 10.000 Evra famlagi til þeirra sem skipta út dísilbílum fyrir rafmagnsbíla. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent
Markmið ríkisstjórnar Frakklands er að losna við alla dísilbíla í landinu, en mengun af þeim er miklu hættulegri fólki en mengun af völdum bíla með bensínvélar. Markar þetta mikla breytingu í viðhorfi Frakka til dísilbíla, en 80% af frönskum ökumönnum aka nú á dísilbílum. Hafa þeir selst í miklum meirihluta í landinu á undanförnum árum samanborið við bensínbíla. Þetta viðhorf Frakka er í takt við viðhorf borgarstjóra Lundúna, Boris Johnson, sem einnig vill losna við þá af götum höfuðborgarinnar, vegna hættulegrar mengunar frá þeim. Frakkar ætla að lækka hlutfall dísilbíla með skattlagningu á þá í takt við mengun þeirra. Auk þess munu þeir umbuna kaupendum nýrra bíla með allt að 10.000 Evra famlagi til þeirra sem skipta út dísilbílum fyrir rafmagnsbíla.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent