Hvernig hræða á bílasölumenn Finnur Thorlacius skrifar 1. desember 2014 14:56 Listaökumaðurinn Jeff Gordon var fenginn af drykkjarvöruframleiðandanum Pepsi til að gera smá grikk á bílasölu einni í Bandaríkjunum. Hann var dulbúinn sem hver annar miðaldra klaufi sem ekkert þykist þekkja til aflmikilla bíla, hvað þá aka þeim. Bílasalinn býður honum að aka afar öflugum Chevrolet Camaro og í fyrstu virðist Jeff ekki kunna á honum nein tök, en svo breytist allt. Hann stígur bílinn í botn og þeytir honum gegnum hverja hindrunina á fætur annarri á listilegan hátt, en á meðan hræðir hann líftóruna úr bílasalanum, sem engist um í hræðsluöskrum. Ómæld skemmtun fyrir ökuþórinn en einhverra hluta vegna læðist sá grunur að, að þetta sé allt leikið, en þá vel leikið. Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent
Listaökumaðurinn Jeff Gordon var fenginn af drykkjarvöruframleiðandanum Pepsi til að gera smá grikk á bílasölu einni í Bandaríkjunum. Hann var dulbúinn sem hver annar miðaldra klaufi sem ekkert þykist þekkja til aflmikilla bíla, hvað þá aka þeim. Bílasalinn býður honum að aka afar öflugum Chevrolet Camaro og í fyrstu virðist Jeff ekki kunna á honum nein tök, en svo breytist allt. Hann stígur bílinn í botn og þeytir honum gegnum hverja hindrunina á fætur annarri á listilegan hátt, en á meðan hræðir hann líftóruna úr bílasalanum, sem engist um í hræðsluöskrum. Ómæld skemmtun fyrir ökuþórinn en einhverra hluta vegna læðist sá grunur að, að þetta sé allt leikið, en þá vel leikið.
Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent