Afturelding er komin í átta liða úrslit í bikarkeppni HSÍ, Coca Cola-bikarnum, eftir baráttuleik gegn 1. deildarliði Víkings í kvöld.
Afturelding er í öðru sæti Olís-deildarinnar en Víkingur er í öðru sæti 1. deildarinnar. Var ekki að sjá í kvöld að liðin væru í sitt hvorri deildinni.
Víkingar veittu Mosfellingum mikla keppni í kvöld. Jafnt var í hálfleik, 11-11, og þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum var Afturelding með eins marks forskot, 20-19.
Mosfellingar voru þó sterkari á lokasprettinum og tryggðu sér að lokum sigur, 27-26.
Úrslit:
Víkingur-Afturelding 26-27 (11-11)
Mörk Víkings: Jón Hjálmarsson 7, Arnar Theodórsson 7, Hjálmar Þór Arnarsson 5, Einar Gauti Ólafsson 3, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 3, Óttar Filip Pétursson 1.
Mörk Aftureldingar: Gunnar Malmquist Þórsson 6, Jóhann Gunnar Einarsson 6, Böðvar Páll Ásgeirsson 4, Elvar Ásgeirsson 3, Árni Bragi Eyjólfsson 3, Jóhann Jóhannsson 2, Birkir Benediktsson 2, Örn Ingi Bjarkason 1.
