Góð sala Subaru krefst nýrra áætlana Finnur Thorlacius skrifar 2. desember 2014 09:16 Subaru Impreza WRX. Autoblog Það stefnir í sjöunda metár í sölu Subaru bíla í ár og sá hraði vöxtur fyrirtækisins sem orðið hefur á síðustu árum hefur gert það að verkum að fyrirtækið þarf að endurskipuleggja framleiðslu sína. Eins og er hljóma áætlanir Subaru uppá óbreytta verksmiðjuskipan á sínum stærsta markaði, Bandaríkjunum, þangað til salan þar fer í 600.000 bíla á ári. Það stefnir í 500.000 bíla sölu þar í ár og spáð er 554.000 bíla sölu á næsta ári. Ef vöxturinn fer fram sem undanfarið er mun styttra í byggingu nýrra verksmiðja Subaru í Bandaríkjunum en árið 2021, eins og upphafleg plön gerðu ráð fyrir. Jafnvel gæti Subaru þurft að endurskoða framleiðsluáætlanir sínar frá og með árinu 2016, fimm árum áður en gert var ráð fyrir. Sala Subaru jókst um 20% í fyrra og árið þar á undan og vöxturinn verður álíka á þessu ári. Ekki er þó spáð eins miklum vexti á næsta ári, eða aðeins 10%, sem sumum finnst of hóflegt miðað við söluna síðustu ár. Það væru margir bílaframleiðendur ánægðir með 10% aukningu á milli ára. En þessi mikli vöxtur er ekki bara tóm gleði þar sem það færir Subaru í erfiða stöðu að framleiða uppí eftirspurn. Vænan tíma tekur að byggja nýjar verksmiðjur. Subaru ætlar að koma fram með nýja gerð Tribeca jeppans á næsta ári og mun hann vafalaust auka enn á sölu Subaru í Bandaríkjunum, en Tribeca er sérstaklega framleiddur fyrir Bandaríkjamarkað. Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent
Það stefnir í sjöunda metár í sölu Subaru bíla í ár og sá hraði vöxtur fyrirtækisins sem orðið hefur á síðustu árum hefur gert það að verkum að fyrirtækið þarf að endurskipuleggja framleiðslu sína. Eins og er hljóma áætlanir Subaru uppá óbreytta verksmiðjuskipan á sínum stærsta markaði, Bandaríkjunum, þangað til salan þar fer í 600.000 bíla á ári. Það stefnir í 500.000 bíla sölu þar í ár og spáð er 554.000 bíla sölu á næsta ári. Ef vöxturinn fer fram sem undanfarið er mun styttra í byggingu nýrra verksmiðja Subaru í Bandaríkjunum en árið 2021, eins og upphafleg plön gerðu ráð fyrir. Jafnvel gæti Subaru þurft að endurskoða framleiðsluáætlanir sínar frá og með árinu 2016, fimm árum áður en gert var ráð fyrir. Sala Subaru jókst um 20% í fyrra og árið þar á undan og vöxturinn verður álíka á þessu ári. Ekki er þó spáð eins miklum vexti á næsta ári, eða aðeins 10%, sem sumum finnst of hóflegt miðað við söluna síðustu ár. Það væru margir bílaframleiðendur ánægðir með 10% aukningu á milli ára. En þessi mikli vöxtur er ekki bara tóm gleði þar sem það færir Subaru í erfiða stöðu að framleiða uppí eftirspurn. Vænan tíma tekur að byggja nýjar verksmiðjur. Subaru ætlar að koma fram með nýja gerð Tribeca jeppans á næsta ári og mun hann vafalaust auka enn á sölu Subaru í Bandaríkjunum, en Tribeca er sérstaklega framleiddur fyrir Bandaríkjamarkað.
Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent