Skyndibitakeðjan selur Pepsi-drykki á stöðum sínum, en í samningi fyrirtækjanna kemur fram að Pepsi eigi að koma fyrir í að minnsta kosti tveimur auglýsingum skyndibitakeðjunnar á ári hverju.
Á vef Wall Street Journal segir að markaðsdeild Arby‘s hafi verið bent á það fyrir skemmstu að þeir hefðu ekki staðið við samninginn á þessu ári.
Fyrirtækið leitaði því til auglýsingastofunnar Fallon sem réðst í gerð auglýsingar sem lýkur á orðunum „Arby's. Við erum með Pepsi“, sem er vísun í slagorð keðjunnar „Arby‘s. Við erum í kjöti.“
Sjá má auglýsinguna að neðan.