Hinn litlausi veruleiki samtímans Örn Sigurðsson skrifar 3. desember 2014 09:11 Oldsmobile árgerð 1956. Kvöld eitt þegar ég var að horfa á gamla svart-hvíta bíómynd frá sjötta áratugnum gramdist mér að fá ekki að sjá í réttu ljósi alla þá litskrúðugu bíla sem þar óku um götur og torg. Þegar ég sat svo sjálfur í umferðarhnút á Sæbrautinni daginn eftir og leit í kringum mig þá fannst mér eins og ég væri að horfa aftur á svart-hvítu bíómyndina, því allir bílarnir á götunni voru litlausir. Þarna var endalaus röð af silfurlituðum, svörtum, hvítum og gráum bílum, sem bættu lítið fyrir gráma hversdagsins. Engin furða þó að þjóðin sé orðin eins svartsýn eins og raun ber vitni. Tilfinningalaus grár eintónn Svo virðist sem að mikill meirihluta bíla á götunum í dag séu í einhverskonar tilfinningalausum gráum eintón. Það kemur því ekki á óvart þegar heyrist af húsmæðrum sem eiga í mesta basli með að finna bílana sína aftur á bílastæðum stórmarkaðana og hafa sumar þeirra jafnvel brugðið á það ráð að skreyta loftnet eða hurðarhúna þeirra með mislitum borðum til að auðvelda sér leitina. Þetta þjóðráð er þó ekki alltaf framkvæmanlegt, því margir nýir bílar eru með innbyggð loftnet og innfelda hurðarhúna. Hvað er þá til ráða? Jú að hverfa aftur til hugmynda sjötta áratugarins og hefja innflutning á litskrúðugum bílum á nýjan leik. Buick árgerð 1956. Litir lífga uppá daginn Hver man ekki eftir tvílitum bílum í fögrum tónum, allt frá ljósbláum yfir í vínrauða og þeir grænu virtust vera til í nær endalausum afbrigðum, allt frá mintu yfir í mosa með viðkomu í túrkis og öðrum fögrum blæbrigðum á milli þess bláa og græna. Svo ekki sé talað um þann laxableika og fagurgula. Bjartir litir eru uppörvandi, þeir lífga upp á daginn og eru hamingjuaukandi. Ekki að furða þó fólk hafi bæði verið bjartsýnna og glaðværara forðum daga. Ef maður stígur fæti inn í bílaumboð nú til dags þá verður maður iðulega að sætta sig við að sjá bíla í þremur eða fjórum gráum tilbrigðum.Líka að innan Og ekki tekur betra við þegar sest er undir stýri. Valið stendur nefnilega einungis á milli svartra eða dökkgrárra innréttinga, sem ekki eru beint uppörvandi í skammdeginu, eða kælandi í sumarsólinni. Ef maður dirfist að spyrja um ljóslitaða innréttingu, eða túrkisbláa yfirbyggingu, þá verður sölumaðurinn flóttalegur á svipinn og segir að slíkt sé kannski hægt að sérpanta, en það muni örugglega seinka afhendingu bílsins um meira en hálft ár. Mercuru árgerð 1954.Þurfa að horfa aftur í tímann Ég er þess fullviss að ef bílaframleiðendur nútímans myndu snúa við klukkunni og bjóða litskrúðuga bíla, jafnvel tvílita, eins og forðum, þá myndi bílasala aukast á nýjan leik. Til að vinda ofan af þessum drungalega silfurgráhvítsvarta veruleika ættu bílaframleiðendur og bílainnflytjendur að skreppa saman á fornbílasýningar og virða fyrir sér hina klassísku bíla sem framleiddir voru um og eftir miðja síðustu öld. Þá myndu þeir kannski öðlast litaskynið á nýjan leik. Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent
Kvöld eitt þegar ég var að horfa á gamla svart-hvíta bíómynd frá sjötta áratugnum gramdist mér að fá ekki að sjá í réttu ljósi alla þá litskrúðugu bíla sem þar óku um götur og torg. Þegar ég sat svo sjálfur í umferðarhnút á Sæbrautinni daginn eftir og leit í kringum mig þá fannst mér eins og ég væri að horfa aftur á svart-hvítu bíómyndina, því allir bílarnir á götunni voru litlausir. Þarna var endalaus röð af silfurlituðum, svörtum, hvítum og gráum bílum, sem bættu lítið fyrir gráma hversdagsins. Engin furða þó að þjóðin sé orðin eins svartsýn eins og raun ber vitni. Tilfinningalaus grár eintónn Svo virðist sem að mikill meirihluta bíla á götunum í dag séu í einhverskonar tilfinningalausum gráum eintón. Það kemur því ekki á óvart þegar heyrist af húsmæðrum sem eiga í mesta basli með að finna bílana sína aftur á bílastæðum stórmarkaðana og hafa sumar þeirra jafnvel brugðið á það ráð að skreyta loftnet eða hurðarhúna þeirra með mislitum borðum til að auðvelda sér leitina. Þetta þjóðráð er þó ekki alltaf framkvæmanlegt, því margir nýir bílar eru með innbyggð loftnet og innfelda hurðarhúna. Hvað er þá til ráða? Jú að hverfa aftur til hugmynda sjötta áratugarins og hefja innflutning á litskrúðugum bílum á nýjan leik. Buick árgerð 1956. Litir lífga uppá daginn Hver man ekki eftir tvílitum bílum í fögrum tónum, allt frá ljósbláum yfir í vínrauða og þeir grænu virtust vera til í nær endalausum afbrigðum, allt frá mintu yfir í mosa með viðkomu í túrkis og öðrum fögrum blæbrigðum á milli þess bláa og græna. Svo ekki sé talað um þann laxableika og fagurgula. Bjartir litir eru uppörvandi, þeir lífga upp á daginn og eru hamingjuaukandi. Ekki að furða þó fólk hafi bæði verið bjartsýnna og glaðværara forðum daga. Ef maður stígur fæti inn í bílaumboð nú til dags þá verður maður iðulega að sætta sig við að sjá bíla í þremur eða fjórum gráum tilbrigðum.Líka að innan Og ekki tekur betra við þegar sest er undir stýri. Valið stendur nefnilega einungis á milli svartra eða dökkgrárra innréttinga, sem ekki eru beint uppörvandi í skammdeginu, eða kælandi í sumarsólinni. Ef maður dirfist að spyrja um ljóslitaða innréttingu, eða túrkisbláa yfirbyggingu, þá verður sölumaðurinn flóttalegur á svipinn og segir að slíkt sé kannski hægt að sérpanta, en það muni örugglega seinka afhendingu bílsins um meira en hálft ár. Mercuru árgerð 1954.Þurfa að horfa aftur í tímann Ég er þess fullviss að ef bílaframleiðendur nútímans myndu snúa við klukkunni og bjóða litskrúðuga bíla, jafnvel tvílita, eins og forðum, þá myndi bílasala aukast á nýjan leik. Til að vinda ofan af þessum drungalega silfurgráhvítsvarta veruleika ættu bílaframleiðendur og bílainnflytjendur að skreppa saman á fornbílasýningar og virða fyrir sér hina klassísku bíla sem framleiddir voru um og eftir miðja síðustu öld. Þá myndu þeir kannski öðlast litaskynið á nýjan leik.
Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent