Tiger Woods átti hræðilega endurkomu á golfvöllinn 4. desember 2014 22:05 Tiger var hálf bugaður á Isleworth. AP Tiger Woods átti dag á golfvellinum sem hann vill eflaust gleyma sem fyrst en eftir að hafa tekið sér nokkurra mánaða frí frá keppnisgolfi snéri hann til baka á Hero World Challenge í kvöld. Woods lék fyrsta hring á Isleworth vellinum á 77 höggum eða fimm yfir pari, en hann gerði sig sekur um mörg klaufaleg byrjendamistök í kring um flatirnar. Það var á tímum pínlegt að horfa á Woods sem virkaði greinilega ryðgaður eftir fjarveru sína en hann fékk skolla á fyrstu tveimur holunum, komst aldrei almennilega í gang og situr í síðasta sæti mótsins. Á meðan fór Jordan Spieth á kostum en hann leiðir mótið eftir fyrsta hring upp á 66 högg eða sex undir pari. Hann sigraði á Emirates Australian Open um síðustu helgi eftir magnaðan lokahring upp á 63 högg en þessi ungi Bandaríkjamaður virðist vera í frábæru formi þessa dagana. Sigurvegari síðasta árs, Zach Johnson, deilir öðru sætinu á fimm höggum undir pari ásamt Rickie Fowler, Steve Stricker og Henrik Stenson. Annar hringur á Hero World Challenge verður í beinni útsendingu á morgun frá klukkan 19:00 á Golfstöðinni. Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods átti dag á golfvellinum sem hann vill eflaust gleyma sem fyrst en eftir að hafa tekið sér nokkurra mánaða frí frá keppnisgolfi snéri hann til baka á Hero World Challenge í kvöld. Woods lék fyrsta hring á Isleworth vellinum á 77 höggum eða fimm yfir pari, en hann gerði sig sekur um mörg klaufaleg byrjendamistök í kring um flatirnar. Það var á tímum pínlegt að horfa á Woods sem virkaði greinilega ryðgaður eftir fjarveru sína en hann fékk skolla á fyrstu tveimur holunum, komst aldrei almennilega í gang og situr í síðasta sæti mótsins. Á meðan fór Jordan Spieth á kostum en hann leiðir mótið eftir fyrsta hring upp á 66 högg eða sex undir pari. Hann sigraði á Emirates Australian Open um síðustu helgi eftir magnaðan lokahring upp á 63 högg en þessi ungi Bandaríkjamaður virðist vera í frábæru formi þessa dagana. Sigurvegari síðasta árs, Zach Johnson, deilir öðru sætinu á fimm höggum undir pari ásamt Rickie Fowler, Steve Stricker og Henrik Stenson. Annar hringur á Hero World Challenge verður í beinni útsendingu á morgun frá klukkan 19:00 á Golfstöðinni.
Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira