Minnkandi eftirspurn eftir bílum í Kína Finnur Thorlacius skrifar 5. desember 2014 15:09 Frá bílasölu í Kína. Hin gríðarlega aukning sem verið hefur á undanförnum árum eftir bílum í Kína hefur nú loks minnkað og bílar hlaðast nú upp hjá mörgum bílasölum þar eystra. Er svo komið að þeir eru farnir að bjóða afslætti á bílum eins og þekkjast í Evrópu og Bandaríkjunum til að koma bílum sínum út. Það hefur orðið til að margar þeirra eru ekki lengur reknar með hagnaði og gætu margar þeirra farið á hausinn á næstunni. Bílaframleiðendur hafa á undanförnum árum keppst við að flytja inn bíla sem og að setja upp eigin bílaverksmiður í Kína og hafa sumir þeirra jafnvel farið offari og gert ráð fyrir álíka vexti og hefur verið undanfarin ár. Það gæti komið í bakið á þeim ef að eftirspurnin fer áfram minnkandi. Engu að síður eru áform sumra bílaframleiðenda stórtæk. Dæmi um það er Volkswagen sem ætlar að auka framleiðslu sína í 4 milljónir bíla í Kína til 2018, en Volkswagen seldi 3,1 milljón bíla þarlendis í fyrra. Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður
Hin gríðarlega aukning sem verið hefur á undanförnum árum eftir bílum í Kína hefur nú loks minnkað og bílar hlaðast nú upp hjá mörgum bílasölum þar eystra. Er svo komið að þeir eru farnir að bjóða afslætti á bílum eins og þekkjast í Evrópu og Bandaríkjunum til að koma bílum sínum út. Það hefur orðið til að margar þeirra eru ekki lengur reknar með hagnaði og gætu margar þeirra farið á hausinn á næstunni. Bílaframleiðendur hafa á undanförnum árum keppst við að flytja inn bíla sem og að setja upp eigin bílaverksmiður í Kína og hafa sumir þeirra jafnvel farið offari og gert ráð fyrir álíka vexti og hefur verið undanfarin ár. Það gæti komið í bakið á þeim ef að eftirspurnin fer áfram minnkandi. Engu að síður eru áform sumra bílaframleiðenda stórtæk. Dæmi um það er Volkswagen sem ætlar að auka framleiðslu sína í 4 milljónir bíla í Kína til 2018, en Volkswagen seldi 3,1 milljón bíla þarlendis í fyrra.
Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður