Jordan Spieth sigraði örugglega á Hero World Challenge 7. desember 2014 23:53 Jordan Spieth var vel að sigrinum kominn. AP Jordan Spieth sigraði á Hero World Challege með yfirburðum nú í kvöld en þessi ungi Bandaríkjamaður lék hringina fjóra á Isleworth vellinum á 26 höggum undir pari. Spieth sýndi fádæma yfirburði í móti þar sem aðeins 18 stigahæstu kylfingar heims höfðu þátttökurétt en í öðru sæti, heilum tíu höggum á eftir Spieth, kom Henrik Stenson á 16 höggum undir pari. Þetta er annað mótið á tveimur vikum sem Spieth sigrar í en hann lék best allra á Opna ástralska meistaramótinu sem fram fór um síðustu helgi. Fyrir sigrana tvo hefur hann halað inn rúmlega 250 milljónum í verðlaunafé sem verður að teljast ágæt desemberuppbót fyrir 21 árs strák sem fyrir nákvæmlega tveimur árum gerðist atvinnumaður í golfi.Tiger Woods lék lokahringinn í endurkomu sinni á 72 höggum eða pari en hann sýndi ágæta takta á köflum um helgina þrátt fyrir að vera með leiðinda flensu. Þá var eflaust mikilvægt fyrir Woods að hafa ekki fundið fyrir neinum meiðslum í bakinu en fyrir utan mörg slæm mistök í stutta spilinu þá virtist hann í góðu formi. PGA-mótaröðin fer í jólafrí núna en um miðjan janúar hefst regluleg dagskrá á ný með móti meistarana á Hawaii. Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Jordan Spieth sigraði á Hero World Challege með yfirburðum nú í kvöld en þessi ungi Bandaríkjamaður lék hringina fjóra á Isleworth vellinum á 26 höggum undir pari. Spieth sýndi fádæma yfirburði í móti þar sem aðeins 18 stigahæstu kylfingar heims höfðu þátttökurétt en í öðru sæti, heilum tíu höggum á eftir Spieth, kom Henrik Stenson á 16 höggum undir pari. Þetta er annað mótið á tveimur vikum sem Spieth sigrar í en hann lék best allra á Opna ástralska meistaramótinu sem fram fór um síðustu helgi. Fyrir sigrana tvo hefur hann halað inn rúmlega 250 milljónum í verðlaunafé sem verður að teljast ágæt desemberuppbót fyrir 21 árs strák sem fyrir nákvæmlega tveimur árum gerðist atvinnumaður í golfi.Tiger Woods lék lokahringinn í endurkomu sinni á 72 höggum eða pari en hann sýndi ágæta takta á köflum um helgina þrátt fyrir að vera með leiðinda flensu. Þá var eflaust mikilvægt fyrir Woods að hafa ekki fundið fyrir neinum meiðslum í bakinu en fyrir utan mörg slæm mistök í stutta spilinu þá virtist hann í góðu formi. PGA-mótaröðin fer í jólafrí núna en um miðjan janúar hefst regluleg dagskrá á ný með móti meistarana á Hawaii.
Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira