BMW i8 bíll ársins hjá Top Gear Finnur Thorlacius skrifar 8. desember 2014 12:52 BMW i8 er bíll ársins hjá Top Gear. Þeir hjá Top Gear í Bretlandi hafa valið bíl ársins í ár og hlaut BMW i8 nafnbótina þessu sinni. Vilja þeir Top Gear menn meina að sá bíll marki tímamót í framleiðslu bíla í heiminum og þar fari glæsileg yfirlýsing fyrir framtíð bílasmíðinnar. BMW i8 tvinnbíllinn var ekki eini bíll þeirrar gerðar sem mærður var af Top Gear mönnum, því James May valdi Ferrari LaFerrari tvinnbílinn sem sinn uppáhalds bíl og Richard Hammond valdi Porsche 918 Spyder. Allir eru þessir bílar með rafmagnsmótorum, auk bensínvélar og einkar öflugir bílar. Það er ekki að spyrja að bílavalinu hjá þessum ástríðufullu bílaáhugamönnum. Jeremy Clarkson stuðaði marga með því að velja Chevrolet Corvette sem sinn uppáhaldsbíl í ár, en ekki er algengt að Top Gear menn velji bandaríska bíla er kemur að þessum verðlaunum. Það var einmitt Chevrolet Corvette sem valinn var „Muscle Car of the Year“ þetta árið af Top Gear og Mercedes Benz S-Class var valinn lúxusbíll ársins. Ekki voru það einu verðlaun Mercedes Benz, því C-Class í langbaksútfærslu var valinn sem fjölskyldubíll ársins. Aðrir bílar sem verðlaun hlutu voru Citroën C4 Cactus, Renault Twingo, Volkswagen Golf R, Lamborghini Huracan og Audi TT. Fréttir ársins 2014 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent
Þeir hjá Top Gear í Bretlandi hafa valið bíl ársins í ár og hlaut BMW i8 nafnbótina þessu sinni. Vilja þeir Top Gear menn meina að sá bíll marki tímamót í framleiðslu bíla í heiminum og þar fari glæsileg yfirlýsing fyrir framtíð bílasmíðinnar. BMW i8 tvinnbíllinn var ekki eini bíll þeirrar gerðar sem mærður var af Top Gear mönnum, því James May valdi Ferrari LaFerrari tvinnbílinn sem sinn uppáhalds bíl og Richard Hammond valdi Porsche 918 Spyder. Allir eru þessir bílar með rafmagnsmótorum, auk bensínvélar og einkar öflugir bílar. Það er ekki að spyrja að bílavalinu hjá þessum ástríðufullu bílaáhugamönnum. Jeremy Clarkson stuðaði marga með því að velja Chevrolet Corvette sem sinn uppáhaldsbíl í ár, en ekki er algengt að Top Gear menn velji bandaríska bíla er kemur að þessum verðlaunum. Það var einmitt Chevrolet Corvette sem valinn var „Muscle Car of the Year“ þetta árið af Top Gear og Mercedes Benz S-Class var valinn lúxusbíll ársins. Ekki voru það einu verðlaun Mercedes Benz, því C-Class í langbaksútfærslu var valinn sem fjölskyldubíll ársins. Aðrir bílar sem verðlaun hlutu voru Citroën C4 Cactus, Renault Twingo, Volkswagen Golf R, Lamborghini Huracan og Audi TT.
Fréttir ársins 2014 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent