BMW i8 tækninýjung ársins Finnur Thorlacius skrifar 20. nóvember 2014 15:02 BMW i8 er að mestu smíðaður úr koltrefjum. Þau blöð og tímarit sem fjalla um bíla hafa ekki hætt að mæra BMW i8 Plug-In Hybrid bílinn frá komu hans. Tímaritið Automobile hefur valið BMW i8 sem tækninýjung ársins í bílaheiminum. Það sem helst skiptir sköpum er notkun BMW á koltrefjum í bílinn. Með mikilli notkun koltrefja hefur BMW tekist að hafa bílinn afar léttan sem skilar sér í lágri eyðslu og mengun en auk þess er hann sterkari, stífari og öruggari fyrir vikið og með betri akstureiginleika. Léttleiki yfirbyggingarinnar hefur einnig þann kost að afl drifrásarinnar þarf ekki vera eins mikið þó svo að bíllinn sé afar snarpur. Bíllinn er aðeins 4,2 uppí 100 km hraða. BMW notar koltrefjar að mestu í smíði bæði i8 og i3 bílanna og hefur í hyggju að nota koltrefjar í fleiri bíla sína á næstunni. Fréttir ársins 2014 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent
Þau blöð og tímarit sem fjalla um bíla hafa ekki hætt að mæra BMW i8 Plug-In Hybrid bílinn frá komu hans. Tímaritið Automobile hefur valið BMW i8 sem tækninýjung ársins í bílaheiminum. Það sem helst skiptir sköpum er notkun BMW á koltrefjum í bílinn. Með mikilli notkun koltrefja hefur BMW tekist að hafa bílinn afar léttan sem skilar sér í lágri eyðslu og mengun en auk þess er hann sterkari, stífari og öruggari fyrir vikið og með betri akstureiginleika. Léttleiki yfirbyggingarinnar hefur einnig þann kost að afl drifrásarinnar þarf ekki vera eins mikið þó svo að bíllinn sé afar snarpur. Bíllinn er aðeins 4,2 uppí 100 km hraða. BMW notar koltrefjar að mestu í smíði bæði i8 og i3 bílanna og hefur í hyggju að nota koltrefjar í fleiri bíla sína á næstunni.
Fréttir ársins 2014 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent