Nýr jepplingur frá Mitsubishi í LA Finnur Thorlacius skrifar 21. nóvember 2014 12:07 Mitsubishi XR-PHEV. Mitsubishi sýndi nýjan jeppling á bílasýningunni sem nú stendur yfir í Los Angeles og fer þar bíll sem enn er á tilraunastigi og ber heitið XR-PHEV. Eins og nafnið ber með sér er hann knúinn rafmagni, en einnig brunavél, þ.e. tvinnbíll. Það að Mitsubishi kynni þennan bíl í Bandaríkjunum er í raun yfirlýsing þess efnis að Mitsubishi ætlar ekki að draga sig Bandaríkjamarkaði, líkt og Suzuki hefur þegar gert. Þessum bíl á einmitt að beina að Bandaríkjamarkaði og var haft eftir forsvarsmönnum Mitsubishi að fyrirtækið hefði engar áætlanir um annað en að auka markaðshlutdeild sína þar með nýjum bílum. Nýi jepplingurinn á að marka útlit þeirra nýju bíla sem koma munu frá Mitsubishi á næstu árum. Ekki fer frá því að þær línur sem leika um þennan jeppling séu í ætt við nýjan NX-jeppling frá Lexus, hvort sem það er með vilja gert eður ei. Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent
Mitsubishi sýndi nýjan jeppling á bílasýningunni sem nú stendur yfir í Los Angeles og fer þar bíll sem enn er á tilraunastigi og ber heitið XR-PHEV. Eins og nafnið ber með sér er hann knúinn rafmagni, en einnig brunavél, þ.e. tvinnbíll. Það að Mitsubishi kynni þennan bíl í Bandaríkjunum er í raun yfirlýsing þess efnis að Mitsubishi ætlar ekki að draga sig Bandaríkjamarkaði, líkt og Suzuki hefur þegar gert. Þessum bíl á einmitt að beina að Bandaríkjamarkaði og var haft eftir forsvarsmönnum Mitsubishi að fyrirtækið hefði engar áætlanir um annað en að auka markaðshlutdeild sína þar með nýjum bílum. Nýi jepplingurinn á að marka útlit þeirra nýju bíla sem koma munu frá Mitsubishi á næstu árum. Ekki fer frá því að þær línur sem leika um þennan jeppling séu í ætt við nýjan NX-jeppling frá Lexus, hvort sem það er með vilja gert eður ei.
Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent