Í fyrstu lotunni duttu fimm hægustu ökumennirnir út, einum fleiri en í síðustu tveimur vegna þess að Caterham mætti aftur til keppni.
Fórnarlömb fyrstu lotu voru Will Stevens og Kamui Kobayashi á Caterham, Pastor Maldonado og Romain Grosjean á Lotus og Esteban Gutierrez á Sauber.
Williams menn voru tilbúnir að nýta sér mistök Rosberg. Felipe Massa varð annar í annarri lotu og Bottas varð þriðji. Rosberg var fjórði.
Í annarri lotu duttu Sergio Perez og Nico Hulkenberg á Force India, Kevin Magnussen á McLaren, Jean-Eric Vergne á Toro Rosso og Adrian Sutil á Sauber.
Þriðja lotan var spennandi, Hamilton gerði mistök í fyrstu tilraun og Rosberg var þá með ráspól. Í seinni tilrauninni í þriðju lotu náði Rosberg að verjast áhlaupi Hamilton.
Ef keppnin fer svona á morgun verður Hamilton meistari, hins vegar er stutt í Williams bílana sem geta sett strik í reikning breska ökumannsins.

„Ég náði ekki að setja almennilegan hring saman en bíllinn er frábær,“ sagði Hamilton.
„Það er gott fyrir okkur að ná þriðja og fjórða. Við höfum séð það að Mercedes eru fljótir í keppnunum. Ef ég fæ tækifæri þá mun ég reyna að koma mér framar en það gæti verið erfitt,“ sagði Bottas.
Úrslit tímatökunnar á Yas Marina brautinni 2014:
1.Nico Rosberg - Mercedes
2.Lewis Hamilton - Mercedes
3.Valtteri Bottas - Williams
4.Felipe Massa - Williams
5.Daniel Ricciardo - Red Bull
6.Sebastian Vettel - Red Bull
7.Daniil Kvyat - Toro Rosso
8.Jenson Button - McLaren
9.Kimi Raikkonen - Ferrari
10.Fernando Alonso - Ferrari
11.Kevin Magnussen - McLaren
12.Jean-Eric Vergne - Toro Rosso
13.Sergio Perez - Force India
14.Nico Hulkenberg - Force India
15.Adrian Sutil - Sauber
16.Esteban Gutierrez - Sauber
17.Pastor Maldonado - Lotus
18.Kamui Kobayashi - Caterham
19.Will Stevens - Caterham
20.Romain Grosjean - Lotus
Bein útsending frá lokakeppni tímabilsins hefst á Stöð 2 Sport klukkan 12:30 á morgun. Spennan er nánast óbærileg.