Lítið gengur hjá Nordsjælland sem Ólafur Kristjánsson þjálfar um þessar mundir. Liðið lék sjötta leik sinn í röð án sigurs þegar liðið tapaði 1-0 fyrir OB í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Táningurinn Adam Örn Arnarson lék sinn fyrsta leik fyrir Nordsjælland í dag en hann lék allan leikinn.
Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn fyrir OB en Rúnar Axel Rúnarsson sat allan tímann á bekknum hjá Nordsjælland.
Vladimirs Dvalisvili skoraði eina mark leiksins ellefu mínútum fyrir hálfleik. Nordsjælland hefur aðeins náði í tvö stig í síðustu sex leikjum sínum og ekki skorað í fjórum leikjum í röð. OB fagnaði sínum fyrsta sigri í þremur leikjum.
Nordsjælland er í 6. sæti deildarinnar með 21 stig en OB lyfti sér úr fallsæti með sigrinum. Liðið er nú með 15 stig í 10. sæti.
