Tesla og BMW ræða samstarf um rafhlöður og koltrefjar Finnur Thorlacius skrifar 25. nóvember 2014 10:51 Verða Tesla bílar brátt smíðaðir úr koltrefjum frá BMW? Þegar fyrirtæki í sama bransa búa að sitthvorri sérhæfingunni getur verið farsælt að vinna saman og nota sérfhæfinguna í báðum fyrirtækjunum. Á þessum grunni eru Tesla og BMW nú að stinga saman nefjum með hugsanlegt samstarf hvað varðar rafhlöður frá Tesla og koltrefjar frá BMW í huga. Tesla er komið lengst allra fyrirtækja heims í þróun rafhlaða fyrir bíla og BMW hefur líklega tekið forystuna í notkun koltrefja fyrir i3 og i8 bíla sína, sem einnig myndi henta vel í bíla Tesla. Viðræðurnar eru enn óformlegar en engu að síður líklegar til að leiða til samstarfs. Tesla hefur einnig átt í samstarfi við Mercedes Benz vegna rafhlaða frá Tesla og íhlutir úr Mercedes Benz bílum hafa á móti verið notaðir í Tesla bíla. Það samstarf gæti haldið áfram þrátt fyrir að Mercedes Benz hafi selt 4% eignarhald sitt í Tesla nýlega. Þar með er upptalningin á samstarfi Tesla við aðra bílaframleiðendur ekki upptalin, en Tesla hefur einnig átt í samstarfi við Toyota varðandi rafhlöður. Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent
Þegar fyrirtæki í sama bransa búa að sitthvorri sérhæfingunni getur verið farsælt að vinna saman og nota sérfhæfinguna í báðum fyrirtækjunum. Á þessum grunni eru Tesla og BMW nú að stinga saman nefjum með hugsanlegt samstarf hvað varðar rafhlöður frá Tesla og koltrefjar frá BMW í huga. Tesla er komið lengst allra fyrirtækja heims í þróun rafhlaða fyrir bíla og BMW hefur líklega tekið forystuna í notkun koltrefja fyrir i3 og i8 bíla sína, sem einnig myndi henta vel í bíla Tesla. Viðræðurnar eru enn óformlegar en engu að síður líklegar til að leiða til samstarfs. Tesla hefur einnig átt í samstarfi við Mercedes Benz vegna rafhlaða frá Tesla og íhlutir úr Mercedes Benz bílum hafa á móti verið notaðir í Tesla bíla. Það samstarf gæti haldið áfram þrátt fyrir að Mercedes Benz hafi selt 4% eignarhald sitt í Tesla nýlega. Þar með er upptalningin á samstarfi Tesla við aðra bílaframleiðendur ekki upptalin, en Tesla hefur einnig átt í samstarfi við Toyota varðandi rafhlöður.
Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent