OPEC ríkin bregðast ekki við verðfalli olíu Samúel Karl Ólason skrifar 27. nóvember 2014 16:07 Tólf ríki eru í OPEC og selja þau um þriðjung olíu í heiminum. Vísir/AFP Verð hráolíu féll niður í 74,9 dali á tunnu, eftir að OPEC ríkin tilkynntu að ekki yrði dregið úr framleiðslu olíu. Verðið hefur fallið gífurlega á undanförnum mánuðum, en það var í kringum 115 dali í júní. OPEC ríkin munu áfram framleiða um 30 milljónir tunna á dag. Framboð á olíu er nú töluvert meira en eftirspurn. Flestir bjuggust við þessari ákvörðun á fundi OPEC í Vín í Austurríki, þar sem Sádi-Arabía hafði gefið í skyn fyrir fundinn að þar á bæ vildu menn óbreytt ástand. Sádi-Arabía er stærsti olíuframleiðandinn í þessu tólf ríkja bandalagi og ræður stefnunni að miklu leyti. OPEC ríkin selja um þriðjung olíu á heimsvísu. Greinendur sem AP fréttaveitan hefur rætt við segja að með þessu vonist Sádi-Arabía til þess að verðlækkun muni gera olíuframleiðendum í Bandaríkjunum erfiðara um vik. Olíuframleiðsla þar hefur aukist gífurlega á undanförnum. Sú olíuframleiðsla snýr að mestu leyti að svokölluðu bergbroti (Fracking) sem gengur út á að dæla vökva niður í jörðina til að ýta olíu og gasi upp að yfirborðinu. Hún er kostnaðarsamari en hefðbundin olíuframleiðsla. OPEC ríkin vilja með ákvörðun sinni að olíuverð lækki áfram svo erfiðara verði fyrir bergbrotframleiðendur að starfa áfram. Sérfræðingar segja að fari verðið undir 60 dali verði bergbrot of kostnaðarsamt til að það borgi sig. Gangi áætlun Sádi-Arabíu upp, þýðir það hagnað neytenda til skamms tíma, en hagnað OPEC til lengri tíma.Með bergbroti er olíuframleiðsla í Bandaríkjunum orðin sjálfbær.Vísir/GraphicNews Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Verð hráolíu féll niður í 74,9 dali á tunnu, eftir að OPEC ríkin tilkynntu að ekki yrði dregið úr framleiðslu olíu. Verðið hefur fallið gífurlega á undanförnum mánuðum, en það var í kringum 115 dali í júní. OPEC ríkin munu áfram framleiða um 30 milljónir tunna á dag. Framboð á olíu er nú töluvert meira en eftirspurn. Flestir bjuggust við þessari ákvörðun á fundi OPEC í Vín í Austurríki, þar sem Sádi-Arabía hafði gefið í skyn fyrir fundinn að þar á bæ vildu menn óbreytt ástand. Sádi-Arabía er stærsti olíuframleiðandinn í þessu tólf ríkja bandalagi og ræður stefnunni að miklu leyti. OPEC ríkin selja um þriðjung olíu á heimsvísu. Greinendur sem AP fréttaveitan hefur rætt við segja að með þessu vonist Sádi-Arabía til þess að verðlækkun muni gera olíuframleiðendum í Bandaríkjunum erfiðara um vik. Olíuframleiðsla þar hefur aukist gífurlega á undanförnum. Sú olíuframleiðsla snýr að mestu leyti að svokölluðu bergbroti (Fracking) sem gengur út á að dæla vökva niður í jörðina til að ýta olíu og gasi upp að yfirborðinu. Hún er kostnaðarsamari en hefðbundin olíuframleiðsla. OPEC ríkin vilja með ákvörðun sinni að olíuverð lækki áfram svo erfiðara verði fyrir bergbrotframleiðendur að starfa áfram. Sérfræðingar segja að fari verðið undir 60 dali verði bergbrot of kostnaðarsamt til að það borgi sig. Gangi áætlun Sádi-Arabíu upp, þýðir það hagnað neytenda til skamms tíma, en hagnað OPEC til lengri tíma.Með bergbroti er olíuframleiðsla í Bandaríkjunum orðin sjálfbær.Vísir/GraphicNews
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira