Nico Hulkenberg mun keppa bæði í 24 klukkustunda Le Mans kappakstrium með Porche og í Formúlu 1 fyrir Force India á næsta ári.
Le Mans keppnin mun fara fram 13. og 14. júní, helgina áður en Formúla 1 fer til Austurríkis. Hulkenberg hefur fengið leyfi frá Force India til að að keppa. Hann sagði að tækifærið væri of gott til að sleppa því.
„Porsche og Le Mans - þessi blanda heillar sennilega alla kappakstursmenn,“ sagði Hulkenberg. „Ég hef verði Porsche aðdáandi mjög lengi og hef fylgst náið með undanfarið. Löngunin til að aka bíl í Le Mans hefur vaxið hratt síðustu misseri. Ég er mjög ánægður að keppnisdagatölin passa þokkalega saman, einnig er ég afar þakklátur Force India fyrir að leyfa mér að taka þátt. Þá er pressan bara á mér að vinna hörðum höndum að því að standa mig vel á báðum stöðum,“ sagði Hulkenberg um tækifærið.
Nico Hulkenberg í Le Mans sólarhrings keppnina

Tengdar fréttir

Hulkenberg áfram hjá Force India
Nico Hulkenberg verður áfram ökumaður Force India liðsins í formúlu 1 á næsta tímabili. Staðfesting kom frá liðinu og ökumanninum í gær.

Bílskúrinn: Allskonar frá Abú Dabí
Helstu atvik helgarinnar verða til skoðunar i Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi.