Hulkenberg ekur fyrir Porsche í Le Mans Finnur Thorlacius skrifar 28. nóvember 2014 15:50 Hulkenberg í Porsche 911 Targa. Það verður að minnsta kosti einn Formúlu 1 ökumaður sem ekur í þolaksturskeppninni í Le Mans í Frakklandi á næsta ári. Það verður Nico Hulkenberg, sem einnig ekur fyrir Formúlu 1 liðið Force India. Hulkenberg mun aka einum þriggja Porsche 919 GT3 R Hybrid bílanna í keppninni. Hulkenberg er fyrsti Formúlu 1 ökumaðurinn sem einnig ekur í Le Mans síðan Sebastian Burdais gerði það árið 2009. Hulkenberg hefur lengi verið mikill aðdáandi Porsche bíla og þakkar bæði Porsche og Formúlu 1 liði fyrir þetta einstaka tækifæri að leyfa sér að keppa í hinni spennandi Le Mans keppni á miðju Formúlu 1 keppnistímabili. Porsche hefur enn ekki látið uppi hvaða tveir aðrir ökumenn munu aka bílnum með Hulkenberg, en ávallt skiptast 3 ökumenn á í þessum 24 klukkutíma þolakstri, sem reynir mjög mikið á alla ökumennina. Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent
Það verður að minnsta kosti einn Formúlu 1 ökumaður sem ekur í þolaksturskeppninni í Le Mans í Frakklandi á næsta ári. Það verður Nico Hulkenberg, sem einnig ekur fyrir Formúlu 1 liðið Force India. Hulkenberg mun aka einum þriggja Porsche 919 GT3 R Hybrid bílanna í keppninni. Hulkenberg er fyrsti Formúlu 1 ökumaðurinn sem einnig ekur í Le Mans síðan Sebastian Burdais gerði það árið 2009. Hulkenberg hefur lengi verið mikill aðdáandi Porsche bíla og þakkar bæði Porsche og Formúlu 1 liði fyrir þetta einstaka tækifæri að leyfa sér að keppa í hinni spennandi Le Mans keppni á miðju Formúlu 1 keppnistímabili. Porsche hefur enn ekki látið uppi hvaða tveir aðrir ökumenn munu aka bílnum með Hulkenberg, en ávallt skiptast 3 ökumenn á í þessum 24 klukkutíma þolakstri, sem reynir mjög mikið á alla ökumennina.
Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent