Ungur Kanadamaður lék best allra í Mississippi 10. nóvember 2014 11:20 Taylor hafði ríka ástæðu til að fagna í gær. AP Kanadamaðurinn Nick Taylor sigraði á Sanderson Farms meistaramótinu sem fram fór í Mississippi og kláraðist í gær. Sigurinn er hans fyrsti á PGA-mótaröðinni en þessi 26 ára kylfingur lék hringina fjóra á Jackson vellium á 16 höggum undir pari, tveimur betur en Jason Bohn og Boo Weekley sem deildu öðru sætinu á 14 höggum undir pari. Lykillinn að sigri Taylor var stórkostleg frammistaða á flötunum en á lokahringnum notaði hann aðeins 24 pútt á fyrstu 17 holunum. Hann þrípúttaði á 18. flöt fyrir sigrinum en það var allt í góðu enda var forystan á þeim tímapunkti þrjú högg. Undanfarnir mánuðir hafa verið afar viðburðaríkir hjá Taylor en hann gifti sig í sumar, tryggði sér þátttökurétt á PGA-mótaröðinni í haust og nú er fyrsti sigurinn meðal þeirra bestu staðreynd. Næsta mót á mótaröðinni er OHL Classic sem fram fer í Mexíkó en þar á Bandaríkjamaðurinn Harris English titil að verja. Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Kanadamaðurinn Nick Taylor sigraði á Sanderson Farms meistaramótinu sem fram fór í Mississippi og kláraðist í gær. Sigurinn er hans fyrsti á PGA-mótaröðinni en þessi 26 ára kylfingur lék hringina fjóra á Jackson vellium á 16 höggum undir pari, tveimur betur en Jason Bohn og Boo Weekley sem deildu öðru sætinu á 14 höggum undir pari. Lykillinn að sigri Taylor var stórkostleg frammistaða á flötunum en á lokahringnum notaði hann aðeins 24 pútt á fyrstu 17 holunum. Hann þrípúttaði á 18. flöt fyrir sigrinum en það var allt í góðu enda var forystan á þeim tímapunkti þrjú högg. Undanfarnir mánuðir hafa verið afar viðburðaríkir hjá Taylor en hann gifti sig í sumar, tryggði sér þátttökurétt á PGA-mótaröðinni í haust og nú er fyrsti sigurinn meðal þeirra bestu staðreynd. Næsta mót á mótaröðinni er OHL Classic sem fram fer í Mexíkó en þar á Bandaríkjamaðurinn Harris English titil að verja.
Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira