911 söluhæstur hjá Porsche í október Finnur Thorlacius skrifar 10. nóvember 2014 15:45 Porsche 911 Carrera. Porsche Cayenne er alla jafna söluhæsta bílgerð Porsche í hverjum mánuði en svo bar til í nýliðnum október að 911 sportbíllinn seldist í fleiri eintökum en Cayenne jeppinn. Porsche 911 hefur nú selst í jafn mörgum eintökum og allt árið í fyrra og heildarsalan í ár ætti að fara yfir 10.500 bíla. Árið 2012 gerðist það einnig í stuttan tíma að 911 seldist meira en Cayenne, en þá var ástæðan skortur á Cayenne bílum. Dagljóst er að 911 verður ekki lengi söluhæsta bílgerð Porsche, þar sem ný gerð Cayenne jeppans er að streyma til söluaðila og þá mun sala á honum aftur rjúka upp. Kaupendur eru því að bíða eftir nýja Cayenne jeppanum og skýrir það út af hverju 911 bíllinn seldist betur í október. Sala á dýrum sportbílum er æði misjöfn þessa dagana. Chevrolet hefur tekist vel að selja Corvette bílinn undanfarið og seldi til að mynda 2.959 eintök í október. BMW 6-línan minnkaði í sölu um 20% og nam aðeins 740 bílum. Sala Mercedes Benz SL féll um 33% og seldust aðeins 347 bílar. Jaguar seldi 342 F-Type og minnkaði salan um 3%. Nissan seldi 140 GT-R bíla og jókst salan um 26%. Dodge Viper seldist í 80 eintökum og jókst salan um 16% milli ára. Audi R8 tapaði 38% í sölu og seldust aðeins 40 þannig bílar. Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent
Porsche Cayenne er alla jafna söluhæsta bílgerð Porsche í hverjum mánuði en svo bar til í nýliðnum október að 911 sportbíllinn seldist í fleiri eintökum en Cayenne jeppinn. Porsche 911 hefur nú selst í jafn mörgum eintökum og allt árið í fyrra og heildarsalan í ár ætti að fara yfir 10.500 bíla. Árið 2012 gerðist það einnig í stuttan tíma að 911 seldist meira en Cayenne, en þá var ástæðan skortur á Cayenne bílum. Dagljóst er að 911 verður ekki lengi söluhæsta bílgerð Porsche, þar sem ný gerð Cayenne jeppans er að streyma til söluaðila og þá mun sala á honum aftur rjúka upp. Kaupendur eru því að bíða eftir nýja Cayenne jeppanum og skýrir það út af hverju 911 bíllinn seldist betur í október. Sala á dýrum sportbílum er æði misjöfn þessa dagana. Chevrolet hefur tekist vel að selja Corvette bílinn undanfarið og seldi til að mynda 2.959 eintök í október. BMW 6-línan minnkaði í sölu um 20% og nam aðeins 740 bílum. Sala Mercedes Benz SL féll um 33% og seldust aðeins 347 bílar. Jaguar seldi 342 F-Type og minnkaði salan um 3%. Nissan seldi 140 GT-R bíla og jókst salan um 26%. Dodge Viper seldist í 80 eintökum og jókst salan um 16% milli ára. Audi R8 tapaði 38% í sölu og seldust aðeins 40 þannig bílar.
Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent