Fyrstu Ford F-150 álbílarnir rúlla af færiböndunum Finnur Thorlacius skrifar 11. nóvember 2014 10:00 Ford F-150 pallbíllinn. Stór dagur er hjá bílaframleiðandanum Ford í dag. Ný gerð Ford F-150 pallbílsins, sem mestmegnis er smíðaður úr áli, byrjar að rúlla af færiböndunum í verksmiðjunni í Dearborn í Michican fylki. Ford hefur tekist að létta pallbílinn um 400 kg frá fyrri kynslóð hans með notkun áls. Verksmiðjan framleiðir 60 slíka bíla á hverri klukkustund og ekki veitir af þar sem um er að ræða mest seldu bílgerð í Bandaríkjunum til margra ára. Verksmiðjan í Dearborn lokaði í 2 mánuði svo hægt væri að breyta framleiðslulínu hennar en nú er allt komið á fullt aftur. Næst verður verksmiðju Ford í Kansas lokað tímabundið vegna samskonar breytinga, en í henni er Ford F-150 einnig framleiddur. Hjá Ford stendur einnig til að framleiða F-250 og F-350 Super Duty pallbílana að mestu úr áli. Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent
Stór dagur er hjá bílaframleiðandanum Ford í dag. Ný gerð Ford F-150 pallbílsins, sem mestmegnis er smíðaður úr áli, byrjar að rúlla af færiböndunum í verksmiðjunni í Dearborn í Michican fylki. Ford hefur tekist að létta pallbílinn um 400 kg frá fyrri kynslóð hans með notkun áls. Verksmiðjan framleiðir 60 slíka bíla á hverri klukkustund og ekki veitir af þar sem um er að ræða mest seldu bílgerð í Bandaríkjunum til margra ára. Verksmiðjan í Dearborn lokaði í 2 mánuði svo hægt væri að breyta framleiðslulínu hennar en nú er allt komið á fullt aftur. Næst verður verksmiðju Ford í Kansas lokað tímabundið vegna samskonar breytinga, en í henni er Ford F-150 einnig framleiddur. Hjá Ford stendur einnig til að framleiða F-250 og F-350 Super Duty pallbílana að mestu úr áli.
Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent