Steinþór Freyr Þorsteinsson fær ekki háa einkunn frá blaðamanni Nettavisen fyrir frammistöðu sína með Viking á tímabilinu sem var að ljúka.
Joacim Jonsson, knattspyrnusérfræðingur Nettavisen, er búinn að velja vonbrigðalið tímabilsins og Steinþór fær þar sæti á vinstri kantinum.
Jonsson segir um Steinþór að hann hafi fram að þessu tímabili verið einn besti leikmaður liðsins. Hann hafi átt að vera maðurinn sem lyfti liðinu upp á annað plan en það hafi ekki gengið.
Steinþór hafi spilað án sjálfstrausts allt tímabilið og hafi valdið vonbrigðum. Leikur hans hafi verið á stanslausri niðurleið.
