Benz breytir nafnakerfi bíla sinna Finnur Thorlacius skrifar 11. nóvember 2014 13:38 Nýtt nafnakerfi Mercedes Benz. Frá og með 2015 árgerðum bíla Mercedes Benz mun nýtt nafnakerfi þeirra verða tekið í notkun. Þessi breyting lá í loftinu og hefur verið í bígerð hjá Benz í nokkurn tíma til samræmingar á sífjölgandi bílgerðum þýska lúxusbílaframleiðandans. Allir jeppar og jepplingar Mercedes Benz munu fá upphafsstafinn G og fá þriggja stafa heiti, nema Geländerwagen sem fær eingöngu stafinn G. Því breytist nafn ML-jeppans í GLE og GL-jeppinn fær stafina GLS. GLA, heldur nafni sínu en GLK jepplingurinn mun heita GLC. Roadster bílar Mercedes Benz breyta einnig um heiti og mun SLK bíllinn heita SLC. Aðrar bílgerðir verða með óbreytt nöfn. Þá hendir Mercedes Benz út viðbótarnöfnunum „BlueTEC“, „Electric Drive“, „CDI“ og „Plug-In Hybrid“ fyrir stafina c, d, e, f og h. Þar stendur c fyrir bensínbíl, d fyrir dísilbíl, e fyrir Electric Drive og Plug-In Hybrid, f fyrir Fuel Cell og h fyrir Hybrid. Því heitir t.d. bíllinn Mercedes Benz GLK250 BlueTEC eftir breytinguna GLC250d. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent
Frá og með 2015 árgerðum bíla Mercedes Benz mun nýtt nafnakerfi þeirra verða tekið í notkun. Þessi breyting lá í loftinu og hefur verið í bígerð hjá Benz í nokkurn tíma til samræmingar á sífjölgandi bílgerðum þýska lúxusbílaframleiðandans. Allir jeppar og jepplingar Mercedes Benz munu fá upphafsstafinn G og fá þriggja stafa heiti, nema Geländerwagen sem fær eingöngu stafinn G. Því breytist nafn ML-jeppans í GLE og GL-jeppinn fær stafina GLS. GLA, heldur nafni sínu en GLK jepplingurinn mun heita GLC. Roadster bílar Mercedes Benz breyta einnig um heiti og mun SLK bíllinn heita SLC. Aðrar bílgerðir verða með óbreytt nöfn. Þá hendir Mercedes Benz út viðbótarnöfnunum „BlueTEC“, „Electric Drive“, „CDI“ og „Plug-In Hybrid“ fyrir stafina c, d, e, f og h. Þar stendur c fyrir bensínbíl, d fyrir dísilbíl, e fyrir Electric Drive og Plug-In Hybrid, f fyrir Fuel Cell og h fyrir Hybrid. Því heitir t.d. bíllinn Mercedes Benz GLK250 BlueTEC eftir breytinguna GLC250d.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent