Ólafur Ingi veiktist í nótt

„Ólafur er með smá magavandamál og var með uppköst í nótt,“ sagði Lars Lagerbäck við Vísi nú síðdegis. „En honum líður vel núna en við verðum að bíða og sjá til hvort hann hafi orku til að spila á morgun.“
Sölvi Geir Ottesen og Emil Hallfreðsson gátu ekki æft með íslenska landsliðinu í gær en báðum leið þó betur í dag.
„Emil leið vel eftir æfinguna í dag en Sölvi hefur af og til verið að glíma við eymsli í baki. Við verðum því að bíða og sjá til með stöðuna á honum á morgun.“
„Öllu jöfnu erum við ekki hrifnir af því að athuga hvort að leikmenn geti spilað á leikdegi en við gerum það í tilfelli Ólafs Inga og Sölva að þessu sinni.“
Eins og áður hefur komið fram verður Kári Árnason líklega ekki með á morgun þar sem hann er að glíma við támeiðsli. „Kári æfði þó í dag og leið vel,“ bætti Lagerbäck við.
Tengdar fréttir

Kompany spilar ekki gegn Íslandi
Fyrirliði Manchester City að glíma við meiðsli í kálfa.

Þessir söngvar verða sungnir í stúkunni í Plzen
Ísland og Tékkland mætast í toppslag riðilsins í undankeppni EM á sunnudaginn kemur og það verður nóg af íslenskum stuðningsmönnum í stúkunni enda seldust upp 600 miðar sem KSÍ fékk á leikinn.

Ógnarsterkt byrjunarlið hjá Belgum gegn Íslandi
Marc Wilmots, landsliðsþjálfari Belga, tilkynnti nú í hádeginu byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn Íslandi á morgun.

Alfreð: Moyes örugglega góður kostur
Það hefur á ýmsu gengið hjá Real Sociedad, liði Alfreðs Finnbogasonar á Spáni. Jagoba Arrasate var rekinn úr stöðu knattspyrnustjóra á dögunum og var David Moyes, fyrrum stjóri Man. Utd, ráðinn í starfið í gærkvöldi. Það lá þó ekki fyrir er Fréttablaðið hitti á Alfreð í gær.

Emil og Sölvi hvíldu á æfingunni
Landsliðið tók rólega æfingu á Heysel-leikvanginum í Brussel í dag.

Gummi Ben lýsir leik Tékklands og Íslands á Bylgjunni
Útvarpslýsingar Gumma Ben slógu í gegn fyrr á árinu og nú verður framhald á.

Kennslustund Bales nýttist landsliðinu okkar vel
Íslenska landsliðið hefur haldið hreinu í 422 mínútur eða í níu síðustu hálfleikjum sem liðið hefur spilað. Á sama tíma hefur íslenska liðið skorað tíu mörk í röð án þess að mótherjarnir hafi svarað.

Kári með landsliðinu til Belgíu
Íslensku landsliðsmennirnir eru á leið til Brussel þar sem liðið æfir síðdegis.

Hólmar Örn: Áttum að setjast niður í dag
Var rokinn af stað í Noregi aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hann fékk símtalið frá KSÍ.

Kári: Líklega heppinn að deyja ekki í þessum leik
Kári Árnason, leikmaður Rotherham í Englandi, reiknar ekki með öðru en að verða klár í slaginn þegar Ísland mætir Tékklandi í undankeppni EM 2016 á sunnudagskvöld. Hann verður þó ekki með er strákarnir mæta Belgíu í vináttulandsleik ytra annað kvöld.

Strákarnir gista á besta stað í miðbæ Brussel
Íslenska landsliðið í knattspyrnu kom saman hér í Brussel í Belgíu í dag fyrir vináttulandsleik við heimamenn á hinum sögufræga Heysel-leikvangi á miðvikdagskvöld.

Viðar: Heitu pottarnir seljast eins og heitar lummur
Sló í gegn í norsku úrvalsdeildinni í vetur en veit ekki hvað tekur við.