Caterham þegar safnað 235 milljónum í fjöldafjármögnun Finnur Thorlacius skrifar 12. nóvember 2014 10:05 Caterham Formúlu 1 bíll. Fyrir örfáum dögum leit út fyrir að Formúlu 1 liðið Caterham þyrfti að draga lið sitt úr keppni í Formúlu 1 mótaröðinni á næsta keppnistímabili. Caterham brá á það ráð að efna til fjöldafjármögnunar þar sem lágmarksupphæð var aðeins 5 bresk pund. Svo virðist sem mörgum sé mjög umhugað um að liðið haldi áfram keppni því á aðeins 5 dögum hefur liðið safnað 1,9 milljónum dollara, eða um 235 milljónum króna og er það ríflega helmingur þess fjár sem þarf til að fjármagna liðið fyrir næsta tímabil. Vandinn er að Caterham þarf að klára fjármögnunina næstu 3 daga. Þeir sem leggja til fé til styrktar liðinu fá allskonar varning að launum, frá derhúfum til 700.000 króna yfirbreiðslum fyrir vélar og einnig býðst að kaupa auglýsingar á bílinn fyrir um 2 milljónir króna. Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent
Fyrir örfáum dögum leit út fyrir að Formúlu 1 liðið Caterham þyrfti að draga lið sitt úr keppni í Formúlu 1 mótaröðinni á næsta keppnistímabili. Caterham brá á það ráð að efna til fjöldafjármögnunar þar sem lágmarksupphæð var aðeins 5 bresk pund. Svo virðist sem mörgum sé mjög umhugað um að liðið haldi áfram keppni því á aðeins 5 dögum hefur liðið safnað 1,9 milljónum dollara, eða um 235 milljónum króna og er það ríflega helmingur þess fjár sem þarf til að fjármagna liðið fyrir næsta tímabil. Vandinn er að Caterham þarf að klára fjármögnunina næstu 3 daga. Þeir sem leggja til fé til styrktar liðinu fá allskonar varning að launum, frá derhúfum til 700.000 króna yfirbreiðslum fyrir vélar og einnig býðst að kaupa auglýsingar á bílinn fyrir um 2 milljónir króna.
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent