Fiat sendibílar með Ram merki í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 12. nóvember 2014 11:24 Ram ProMaster City. Fiat Chrysler Automobiles hefur nú hafið sölu á minni gerðum Fiat sendibíla í Bandaríkjunum undir merkjum Ram. Slíkir bílar eru í minni flokki sendibíla þar vestra og í ódýrari kantinum. Fiat bílarnir státa þó af mestu flutningsgetunni í flokknum. Fiat Doblo er markaðssettur vestanhafs sem Ram ProMaster City og nokkru stærri Fiat Ducato heitir Ram ProMaster. Minni sendibíllinn kostar aðeins 2,9 milljónir króna. Hann slær þó ekki við Nissan NV200 sendibílnum í verði en hann kostar aðeins 2,7 milljónir í Bandaríkjunum og Chevy City frá General Motors kostar einnig minna, eða 2,85 milljónir króna þar vestra. Fiat sendibílarnir eru með 178 hestafla 2,4 lítra vélar, þá öflugust í þessum stærðarflokki sendibíla. Eru þeir framleiddir í verksmiðjum Chrysler í Mexíkó. Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent
Fiat Chrysler Automobiles hefur nú hafið sölu á minni gerðum Fiat sendibíla í Bandaríkjunum undir merkjum Ram. Slíkir bílar eru í minni flokki sendibíla þar vestra og í ódýrari kantinum. Fiat bílarnir státa þó af mestu flutningsgetunni í flokknum. Fiat Doblo er markaðssettur vestanhafs sem Ram ProMaster City og nokkru stærri Fiat Ducato heitir Ram ProMaster. Minni sendibíllinn kostar aðeins 2,9 milljónir króna. Hann slær þó ekki við Nissan NV200 sendibílnum í verði en hann kostar aðeins 2,7 milljónir í Bandaríkjunum og Chevy City frá General Motors kostar einnig minna, eða 2,85 milljónir króna þar vestra. Fiat sendibílarnir eru með 178 hestafla 2,4 lítra vélar, þá öflugust í þessum stærðarflokki sendibíla. Eru þeir framleiddir í verksmiðjum Chrysler í Mexíkó.
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent