Jan Jönsson er að hætta sem þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Aalesunds FK en þessi fyrrum þjálfari Stabæk og Rosenborg notaði tækifærið og valdi draumaliðið sitt frá undanförnum tíu árum sínum í Noregi.
Jan Jönsson kom til Stabæk árið 2005 og þjálfaði liðið til 2010. Hann var síðan með Rosenborg 2011 til 2012 og svo Aalesunds FK undanfarin tvö tímabil.
Einn Íslendingur kemst í liðið hans Jan Jönsson en það er Veigar Páll Gunnarsson sem gerði frábæra hluti undir stjórn hans hjá Stabæk.
„Veigar og Daniel voru þeir bestu. Þeir bjuggu stanslaust til mörk. Þeir voru saman með 37 mörk fyrsta tímabilið og 34 mörk annað tímabilið," sagði Jan Jönsson við Dagbladet í Noregi.
Jan Jönsson vill meina að Veigar Páll sé sá besti sem hefur spilað fyrir hann. „Hann hefur ekki aðeins frábæran fótboltahaus og mikla boltatækni þá er með einstakt sigurhugarfar," sagði Jan Jönsson um Veigar Pál Gunnarsson sem varð einmitt Íslandsmeistari með Stjörnunni í ár.
Draumalið Jan Jönsson: (4-4-2 með demantamiðju)
Sten Grytebust -
Mikael Lustig, Tore Reginiussen, Anthony Annan, Vegar Eggen Hedenstad -
Henning Hauger -
Somen A Tchoyi, Alanzinho -
Veigar Pall Gunnarsson -
Abderrazzaq Hamed-Allah, Daniel Nannskog
Veigar Páll er í draumaliði Jan Jönsson
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Staðfestir brottför frá Liverpool
Enski boltinn


Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“
Fótbolti

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

„Þær eru stærri en við erum drullusterkar“
Körfubolti

Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar
Formúla 1


Þorleifur snýr heim í Breiðablik
Íslenski boltinn


Sendu Houston enn á ný í háttinn
Körfubolti