Ráðstefna um rafbílavæðingu á Íslandi Stefán Árni Pálsson skrifar 13. nóvember 2014 10:36 Hér má sjá mynd af rafbíl af tegundinni Tesla. vísir/gva Í dag munu rafmagnsverkfræðingar í Verkfræðingafélagi Íslands standa fyrir ráðstefnu um rafbílavæðingu á Íslandi í samstarfi við marga áhugaaðila. Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson mun setja ráðstefnuna. Forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mun ávarpa ráðstefnuna og fjalla um stefnumótun í rafbílavæðingu. Norskur fyrirlesari mun gera grein fyrir rafbílavæðingu í Noregi, sem hefur núna flesta rafbíla í heiminum miðað við höfðatölu og reikna með um 50.000 rafbílum í notkun þar árið 2015. Þá munu fulltrúar fimm innflutningsaðila rafbíla kynna fimmtán gerðir slíkra bíla sem eru komnir í notkun hérlendis. Fulltrúar Landsvirkjunar, RARIK og ON munu flytja erindi um raforkudreifingu og hleðslustöðvar. Þá munu fulltrúar Bílagreinasambandsins og Félags íslenskra bifreiðaeigenda flytja erindi. Ráðstefnan verður í fundarsal Arion banka, Borgartúni 19, kl. 13 -17:30. Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent
Í dag munu rafmagnsverkfræðingar í Verkfræðingafélagi Íslands standa fyrir ráðstefnu um rafbílavæðingu á Íslandi í samstarfi við marga áhugaaðila. Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson mun setja ráðstefnuna. Forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mun ávarpa ráðstefnuna og fjalla um stefnumótun í rafbílavæðingu. Norskur fyrirlesari mun gera grein fyrir rafbílavæðingu í Noregi, sem hefur núna flesta rafbíla í heiminum miðað við höfðatölu og reikna með um 50.000 rafbílum í notkun þar árið 2015. Þá munu fulltrúar fimm innflutningsaðila rafbíla kynna fimmtán gerðir slíkra bíla sem eru komnir í notkun hérlendis. Fulltrúar Landsvirkjunar, RARIK og ON munu flytja erindi um raforkudreifingu og hleðslustöðvar. Þá munu fulltrúar Bílagreinasambandsins og Félags íslenskra bifreiðaeigenda flytja erindi. Ráðstefnan verður í fundarsal Arion banka, Borgartúni 19, kl. 13 -17:30.
Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent