Eins og Fréttablaðið greindi frá í morgun þá flaug Rúnar Kristinsson út til Noregs í morgun til þess að skrifa undir samning við norska félagið Lilleström.
Rúnar var kynntur til leiks hjá Lilleström nú upp úr hádegi en ráðning hans hefur legið í loftinu mjög lengi.
Rúnar er fyrrum leikmaður Lilleström en hann kom til félagsins árið 1997 og spilaði 73 leiki fyrir félagið í efstu deild. Hann hefur alla tíð síðan verið vinsæll hjá stuðningsmönnum félagsins.
Hann lét af starfi KR á dögunum þó svo hann væri ekki búinn að semja við Lilleström. Það gekk þó allt eftir á endanum.
Rúnar vann fimm stóra titla með KR sem þjálfari.
Rúnar búinn að semja við Lilleström

Tengdar fréttir

Pétur fer ekki með Rúnari til Lilleström
Pétur Pétursson mun ekki fylgja Rúnari Kristinssyni til norska liðsins Lilleström eins og til stóð. Hann og félagið náðu ekki saman. Rúnar er á leið utan í dag til þess að skrifa undir. Pétur vill halda áfram að þjálfa.