Umfjöllun og viðtöl: ÍR - ÍBV 27-25 | Baráttusigur ÍR-inga Stefán Árni Pálsson í Austurbergi skrifar 16. nóvember 2014 14:00 Björgvin Þór Hólmgeirsson. Vísir/Vilhelm ÍR vann góðan sigur á ÍBV í Olís-deild karla í handknattleik, 27-25, í fínum handboltaleik. ÍR-ingar voru stóran hluta úr leiknum með yfirhöndina og virkilega skynsamir í sínum aðgerðum. Fyrsti sigur ÍR-inga í nóvember því í höfn. Leikurinn byrjaði vel fyrir ÍR-inga og voru þeir greinilega vel stemmdir fyrir leikinn hér á heimavelli. Þeir komust fljótlega í 4-1 og voru með frumkvæðið stóran hluta af fyrri hálfleiknum. Eyjamenn voru aldrei langt frá og munaði oftast aðeins einu marki á liðunum. Theódór Sigurbjörnsson var flottur í liði ÍBV fyrstu þrjátíu mínútur leiksins og skoraði hann fimm mörk í fyrri hálfleik. Eyjamenn áttu frábæran lokasprett í fyrri hálfleiknum og skoruðu þrjú síðustu mörk hálfleiksins. Staðan var því 15-14 fyrir ÍBV í hálfleik og stemmningin virtist vera með gestunum. ÍR-ingar gerðu þrjú fyrstu mörk síðari hálfleiksins og komust yfir 17-15. Heimamenn voru gríðar sterkir á upphafsmínútunum og fór Björgvin Hólmgeirsson mikinn í liði ÍR. Eyjamenn virkuðu þreyttir og nokkuð óskipulagðir í sínum sóknarleik. Þegar rúmlega tíu mínútur voru eftir af leiknum var staðan 22-19 fyrir ÍR. Heimamenn voru ákveðnari út leikinn og það sem einkenndi sóknarleik þeirra var skynsemi. Leikmenn liðsins biðu ávallt eftir góðu færi og það skilaði sér. Eyjamenn náðu aldrei að narta í þriggja marka forskot ÍR-inga og að lokum unnu heimamenn sterkan sigur 27-25. Björgvin Hólmgeirsson fór á kostum eins og vanalega og gerði átta mörk. Theódór Sigurbjörnsson skoraði einnig átta mörk fyrir ÍBV. Einar Hólmgeirsson: Gott að koma til baka með sigri„Ég er bara ánægður með mína menn og þá sérstaklega með síðari hálfleikinn,“ segir Einar Hólmgeirsson, annar þjálfari, ÍR-inga eftir leikinn. „Við byrjuðum leikinn ágætlega en síðan hleyptum við þeim inn í hann og misstum nokkuð dampinn eftir það.“ Einar segir að það sem rætt hafi verið um inni í klefa í hálfleik hafi gengið fullkomlega upp í síðari hálfleiknum. „Þegar maður skoðar leikinn í heild sinni þá var þetta ágætis sigur. Ég hefði viljað dreifa meira álaginu og skipta fleirum inn á en ég náði ekki að rúlla liðinu nægilega vel og það eitthvað sem við verðum að skoða.“ Einar segir hópinn vera góðan hjá ÍR. „Það var mikilvægt að ná þessum sigri eftir tvo tapleiki í röð.“ Gunnar: Gerðum okkur mjög erfitt fyrir„Það vantaði bara herslumuninn,“ segir Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, eftir leikinn í dag. „Maður verður að gefa markverði þeirra hrós eftir leikinn, hann var okkur mjög erfiður og tók tvö víti á mikilvægum tímapunkti.“ Gunnar segir að markvarslan hans megin hafi aftur á móti ekki verið nægilega góð. „Við þurfum að nýta okkar færi betur og auðvitað fá meiri markvörslu. Ég var í raun ánægður með varnarleikinn hjá okkur.“ Gunnar segir að liðið hafi einfaldlega gert sér erfitt fyrir í dagi með grundvallar mistökum. „Við missum stundum einbeitinguna á ákveðnum tímapunktum og okkur var refsað fyrir það. Við erum ekkert hræddir þrátt fyrir að vera aðeins með níu stig í deildinni. Við erum með menn í meiðslum og þurfum að treysta á unga stráka. Menn eru ekkert að fara á taugum." Olís-deild karla Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
ÍR vann góðan sigur á ÍBV í Olís-deild karla í handknattleik, 27-25, í fínum handboltaleik. ÍR-ingar voru stóran hluta úr leiknum með yfirhöndina og virkilega skynsamir í sínum aðgerðum. Fyrsti sigur ÍR-inga í nóvember því í höfn. Leikurinn byrjaði vel fyrir ÍR-inga og voru þeir greinilega vel stemmdir fyrir leikinn hér á heimavelli. Þeir komust fljótlega í 4-1 og voru með frumkvæðið stóran hluta af fyrri hálfleiknum. Eyjamenn voru aldrei langt frá og munaði oftast aðeins einu marki á liðunum. Theódór Sigurbjörnsson var flottur í liði ÍBV fyrstu þrjátíu mínútur leiksins og skoraði hann fimm mörk í fyrri hálfleik. Eyjamenn áttu frábæran lokasprett í fyrri hálfleiknum og skoruðu þrjú síðustu mörk hálfleiksins. Staðan var því 15-14 fyrir ÍBV í hálfleik og stemmningin virtist vera með gestunum. ÍR-ingar gerðu þrjú fyrstu mörk síðari hálfleiksins og komust yfir 17-15. Heimamenn voru gríðar sterkir á upphafsmínútunum og fór Björgvin Hólmgeirsson mikinn í liði ÍR. Eyjamenn virkuðu þreyttir og nokkuð óskipulagðir í sínum sóknarleik. Þegar rúmlega tíu mínútur voru eftir af leiknum var staðan 22-19 fyrir ÍR. Heimamenn voru ákveðnari út leikinn og það sem einkenndi sóknarleik þeirra var skynsemi. Leikmenn liðsins biðu ávallt eftir góðu færi og það skilaði sér. Eyjamenn náðu aldrei að narta í þriggja marka forskot ÍR-inga og að lokum unnu heimamenn sterkan sigur 27-25. Björgvin Hólmgeirsson fór á kostum eins og vanalega og gerði átta mörk. Theódór Sigurbjörnsson skoraði einnig átta mörk fyrir ÍBV. Einar Hólmgeirsson: Gott að koma til baka með sigri„Ég er bara ánægður með mína menn og þá sérstaklega með síðari hálfleikinn,“ segir Einar Hólmgeirsson, annar þjálfari, ÍR-inga eftir leikinn. „Við byrjuðum leikinn ágætlega en síðan hleyptum við þeim inn í hann og misstum nokkuð dampinn eftir það.“ Einar segir að það sem rætt hafi verið um inni í klefa í hálfleik hafi gengið fullkomlega upp í síðari hálfleiknum. „Þegar maður skoðar leikinn í heild sinni þá var þetta ágætis sigur. Ég hefði viljað dreifa meira álaginu og skipta fleirum inn á en ég náði ekki að rúlla liðinu nægilega vel og það eitthvað sem við verðum að skoða.“ Einar segir hópinn vera góðan hjá ÍR. „Það var mikilvægt að ná þessum sigri eftir tvo tapleiki í röð.“ Gunnar: Gerðum okkur mjög erfitt fyrir„Það vantaði bara herslumuninn,“ segir Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, eftir leikinn í dag. „Maður verður að gefa markverði þeirra hrós eftir leikinn, hann var okkur mjög erfiður og tók tvö víti á mikilvægum tímapunkti.“ Gunnar segir að markvarslan hans megin hafi aftur á móti ekki verið nægilega góð. „Við þurfum að nýta okkar færi betur og auðvitað fá meiri markvörslu. Ég var í raun ánægður með varnarleikinn hjá okkur.“ Gunnar segir að liðið hafi einfaldlega gert sér erfitt fyrir í dagi með grundvallar mistökum. „Við missum stundum einbeitinguna á ákveðnum tímapunktum og okkur var refsað fyrir það. Við erum ekkert hræddir þrátt fyrir að vera aðeins með níu stig í deildinni. Við erum með menn í meiðslum og þurfum að treysta á unga stráka. Menn eru ekkert að fara á taugum."
Olís-deild karla Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira