Caterham fær að keppa í Dubai Finnur Thorlacius skrifar 17. nóvember 2014 10:24 Formúlu 1 bíll Caterham. Þrátt fyrir að vantað hafi 780.000 dollara uppá fjármögnun Caterham Formúlu 1 liðsins fyrir lokakeppnina í Dubai hefur liðið fengið keppnisleyfi. Eins og greint hefur verið frá hér fyrr tók Caterham uppá því að efna til hópfjármögnunar til að fjármagna keppnisleyfið í þessari síðustu keppni tímabilsins í Formúlu 1. Hún tókst vel þrátt fyrir að 1/5 af fjármagninu hafi á endanum skort, en ennþá er unnið að því að fjármagna það sem á vantaði. Sú fjármögnun mun standa til 23. nóvember. Um leið og Caterham greindi frá keppnisleyfinu var þess einnig getið að liðið sé nærri því að finna kostunaraðila fyrir frekari þátttöku í Formúlu 1. Vonandi tekst að klára það svo liðið sjáist á Formúlu 1 brautunum á næsta ári. Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent
Þrátt fyrir að vantað hafi 780.000 dollara uppá fjármögnun Caterham Formúlu 1 liðsins fyrir lokakeppnina í Dubai hefur liðið fengið keppnisleyfi. Eins og greint hefur verið frá hér fyrr tók Caterham uppá því að efna til hópfjármögnunar til að fjármagna keppnisleyfið í þessari síðustu keppni tímabilsins í Formúlu 1. Hún tókst vel þrátt fyrir að 1/5 af fjármagninu hafi á endanum skort, en ennþá er unnið að því að fjármagna það sem á vantaði. Sú fjármögnun mun standa til 23. nóvember. Um leið og Caterham greindi frá keppnisleyfinu var þess einnig getið að liðið sé nærri því að finna kostunaraðila fyrir frekari þátttöku í Formúlu 1. Vonandi tekst að klára það svo liðið sjáist á Formúlu 1 brautunum á næsta ári.
Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent