Er þetta Porsche Pajun? Finnur Thorlacius skrifar 18. nóvember 2014 10:04 Í nokkurn tíma hefur verið um rætt að Porsche hyggist setja á markað minni gerð Panamera bílsins, en ekkert hefur sést til hans enn. Áform Porsche voru víst að setja þann bíl á markað árið 2019, en hugsanlega sést hér fyrsta myndin af þessum bíl. Myndin birtist af verkefni sem hönnunardeild Porsche sér um, 57 hæða lúxusíbúðarhúss sem ber heitið Porsche Design Tower. Í turninum verða lyftur sem bera bíla eigenda sinna í glerbílskúr inní íbúðunum og er myndin af einum slíkum. Bíllinn á myndinni ber greinilega Panamera genin, en er styttri. Hann ber einnig útlitseinkenni Cayman bíls Porsche og er því sportlegri en Panamera. Engu að síður er hann óþægilega líkur Chrysler Crossfire. Minni Panamera hefur fengið viðurnefnið Pajun og er það dregið af Panamera og Junior. Þetta útlit hugsanlegs Pajun þarf þó ekki að vera endanlegt útlit bílsins, því ef rétt er eftir haft að hann komi ekki á markað fyrr en árið 2019, gæti ýmislegt breyst. Þessi mynd sýnir samt örlítið inní kristalskúlu Porsche. Í myndskeiðinu sést Porsche Design Tower sem staðsettur verður í bandarísku borginni Miami. Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent
Í nokkurn tíma hefur verið um rætt að Porsche hyggist setja á markað minni gerð Panamera bílsins, en ekkert hefur sést til hans enn. Áform Porsche voru víst að setja þann bíl á markað árið 2019, en hugsanlega sést hér fyrsta myndin af þessum bíl. Myndin birtist af verkefni sem hönnunardeild Porsche sér um, 57 hæða lúxusíbúðarhúss sem ber heitið Porsche Design Tower. Í turninum verða lyftur sem bera bíla eigenda sinna í glerbílskúr inní íbúðunum og er myndin af einum slíkum. Bíllinn á myndinni ber greinilega Panamera genin, en er styttri. Hann ber einnig útlitseinkenni Cayman bíls Porsche og er því sportlegri en Panamera. Engu að síður er hann óþægilega líkur Chrysler Crossfire. Minni Panamera hefur fengið viðurnefnið Pajun og er það dregið af Panamera og Junior. Þetta útlit hugsanlegs Pajun þarf þó ekki að vera endanlegt útlit bílsins, því ef rétt er eftir haft að hann komi ekki á markað fyrr en árið 2019, gæti ýmislegt breyst. Þessi mynd sýnir samt örlítið inní kristalskúlu Porsche. Í myndskeiðinu sést Porsche Design Tower sem staðsettur verður í bandarísku borginni Miami.
Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent