Góð bílasala í Evrópu í október Finnur Thorlacius skrifar 18. nóvember 2014 15:56 Þung umferð í Þýskalandi. Bílasala í Evrópu jókst um 6% í síðasta mánuði og taldi 1,11 milljón bíla og er nú orðin 11,02 milljón bílar en var á sama tíma í fyrra 10,41 milljón. Eftirspurn jókst í svo til öllum löndum, en í Frakklandi minnkaði hún um 4%. Bílasala hefur nú vaxið í 14 mánuði í röð en 6 ár þar á undan var minnkun og er enn langt í land að bílasala nái þeim hæðum sem hún var í fyrir hrun. Volkswagen bílasamstæðan jók söluna um 7%, en Volkswagen merkið sjálft um 5%. Seat jók söluna um 20%, Audi um 8% og Skoda um 3%. PSA/Peugeot-Citroën náði 1% vexti en Renault 10%. General Motors með merkin Opel og Vauxhall gekk vel og jók söluna um 11%. Fiat samstæðan náði 8% vexti og olli þar mestu 74% söluaukning í Jeep, en Fiat merkið jók þó söluna um 5%. Toyota seldi 2% færri bíla, Honda 3% færri en Nissan náði 20% aukningu. Hyundai náði 10% vexti og Kia 4%. BMW seldi 10% fleiri bíla og átti 21% söluaukning á Mini bílum þar stóran þátt, en BMW merkið náði 7% aukningu. Mercedes Benz var með 9% aukningu en 52% minnkun var í sölu Smart bíla. Volvo auk hressilega við söluna og seldi 13% fleiri bíla. Jaguar varð að þola 13% minnkun en Land Rover náði 1% aukningu. Það var því æði misjafnt gengið hjá einstökum bílaframleiðendum þó heildaraukningin hafi numið 6 prósentum. Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent
Bílasala í Evrópu jókst um 6% í síðasta mánuði og taldi 1,11 milljón bíla og er nú orðin 11,02 milljón bílar en var á sama tíma í fyrra 10,41 milljón. Eftirspurn jókst í svo til öllum löndum, en í Frakklandi minnkaði hún um 4%. Bílasala hefur nú vaxið í 14 mánuði í röð en 6 ár þar á undan var minnkun og er enn langt í land að bílasala nái þeim hæðum sem hún var í fyrir hrun. Volkswagen bílasamstæðan jók söluna um 7%, en Volkswagen merkið sjálft um 5%. Seat jók söluna um 20%, Audi um 8% og Skoda um 3%. PSA/Peugeot-Citroën náði 1% vexti en Renault 10%. General Motors með merkin Opel og Vauxhall gekk vel og jók söluna um 11%. Fiat samstæðan náði 8% vexti og olli þar mestu 74% söluaukning í Jeep, en Fiat merkið jók þó söluna um 5%. Toyota seldi 2% færri bíla, Honda 3% færri en Nissan náði 20% aukningu. Hyundai náði 10% vexti og Kia 4%. BMW seldi 10% fleiri bíla og átti 21% söluaukning á Mini bílum þar stóran þátt, en BMW merkið náði 7% aukningu. Mercedes Benz var með 9% aukningu en 52% minnkun var í sölu Smart bíla. Volvo auk hressilega við söluna og seldi 13% fleiri bíla. Jaguar varð að þola 13% minnkun en Land Rover náði 1% aukningu. Það var því æði misjafnt gengið hjá einstökum bílaframleiðendum þó heildaraukningin hafi numið 6 prósentum.
Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent