Norðmenn áforma jarðgöng fyrir skip Kristján Már Unnarsson skrifar 19. nóvember 2014 19:45 Fyrstu jarðgöng veraldar fyrir skip eru nú í undirbúningi í Noregi. Þeim er ætlað að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir Stað sunnan Álasunds. Staður er skagi á vesturströnd Noregs, milli Bergen og Álasunds, og er í Landnámabók getið sem helsta viðmiðs siglinga til Íslands. Fornmenn sögðu að þaðan væri sjö dægra sigling í vestur til Eystra-Horns á Íslandi.Göngin eiga að rúma farþegaskip Hurtigruten.Grafík/Stad Skipstunnel.Siglingaleiðin utan við Stað þykir hins vegar mjög hættuleg, þar er veðravíti og svæsin röst, sem valdið hefur mörgum sjóslysum. Svar Norðmanna er: Að grafa jarðgöng fyrir skipaumferð, þau fyrstu í heiminum.Þau eiga að verða nægilega stór til að rúma farþegaferjur Hurtigruten, heildarhæð frá botni og upp í þak verður 49 metrar og breiddin 36 metrar. Lengd jarðganganna verður 1,7 kílómetrar og kostnaður er áætlaður um 20 milljarðar króna. Göngin eru þegar komin inn á samgönguáætlun norska ríkisins, sem miðar við að byrjað verði að grafa árið 2018. Randi Humborstad, verkefnisstjóri skipaganganna, segir í samtali við Stöð 2 að ef allt gangi samkvæmt áætlun vonist menn til að þau verði tilbúin árið 2021. Útgröftinn úr göngunum á svo að nota til að búa til nýja eyju. Ef Íslendingar verða kannski í framtíðinni eins ríkir og Norðmenn mætti vel ímynda sér að hérlendis vildu menn stytta siglingaleið milli Norðurlands og Vesturlands með því að grafa skipagöng milli Gilsfjarðar og Bitrufjarðar, og tengja þannig Breiðafjörð og Húnaflóa, en þar á milli er aðeins níu kílómetra haft.Vonast er til að skipagöngin verði tilbúin árið 2021.Grafík/Stad Skipstunnel. Mest lesið „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Fyrstu jarðgöng veraldar fyrir skip eru nú í undirbúningi í Noregi. Þeim er ætlað að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir Stað sunnan Álasunds. Staður er skagi á vesturströnd Noregs, milli Bergen og Álasunds, og er í Landnámabók getið sem helsta viðmiðs siglinga til Íslands. Fornmenn sögðu að þaðan væri sjö dægra sigling í vestur til Eystra-Horns á Íslandi.Göngin eiga að rúma farþegaskip Hurtigruten.Grafík/Stad Skipstunnel.Siglingaleiðin utan við Stað þykir hins vegar mjög hættuleg, þar er veðravíti og svæsin röst, sem valdið hefur mörgum sjóslysum. Svar Norðmanna er: Að grafa jarðgöng fyrir skipaumferð, þau fyrstu í heiminum.Þau eiga að verða nægilega stór til að rúma farþegaferjur Hurtigruten, heildarhæð frá botni og upp í þak verður 49 metrar og breiddin 36 metrar. Lengd jarðganganna verður 1,7 kílómetrar og kostnaður er áætlaður um 20 milljarðar króna. Göngin eru þegar komin inn á samgönguáætlun norska ríkisins, sem miðar við að byrjað verði að grafa árið 2018. Randi Humborstad, verkefnisstjóri skipaganganna, segir í samtali við Stöð 2 að ef allt gangi samkvæmt áætlun vonist menn til að þau verði tilbúin árið 2021. Útgröftinn úr göngunum á svo að nota til að búa til nýja eyju. Ef Íslendingar verða kannski í framtíðinni eins ríkir og Norðmenn mætti vel ímynda sér að hérlendis vildu menn stytta siglingaleið milli Norðurlands og Vesturlands með því að grafa skipagöng milli Gilsfjarðar og Bitrufjarðar, og tengja þannig Breiðafjörð og Húnaflóa, en þar á milli er aðeins níu kílómetra haft.Vonast er til að skipagöngin verði tilbúin árið 2021.Grafík/Stad Skipstunnel.
Mest lesið „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira