GIF Sundsvall, lið Jóns Guðna Fjólusonar og Rúnars Más Sigurjónssonar, tryggði sér í dag sæti í sænsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð með markalausu jafntefli gegn Landskrona.
Jón Guðni og Rúnar Már spiluðu báðir allan leikinn, en leikurinn endaði eins og fyrr segir með markalausu jafntefli.
Stigið tryggði Sundsvall öruggt sæti í sænsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð og Hammarby mun fylgja þeim upp. Ljungskile mun leika við Skúla Jón Friðgeirsson og félaga í Gefle um laust sæti í efstu deild á næstu leiktíð.
Jón Guðni og Rúnar Már upp um deild
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið






„Þjáning í marga daga“
Handbolti



Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar
Körfubolti

Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti