Toyota selur hlutabréf í Tesla Finnur Thorlacius skrifar 4. nóvember 2014 10:30 Tesla Model S fyrir utan höfuðstöðvar Tesla. Fyrir stuttu seldi Daimler öll hlutabréf sín í Tesla sem námu 4% af eignarhaldi rafbílaframleiðandanum frá Kaliforníu. Nú hefur Toyota fylgt í kjölfar Daimler, en ekki er þó ljóst hvort Toyota hafi selt öll sín bréf sem námu 2,5% í félaginu. Góð ávöxtun hefur verið á bréfum Toyota þar sem þau voru keypt árið 2010 á genginu 17 en skráð gengi þeirra nú er 235,3. Það þýðir 1.385% ávöxtun þeirra og ekki hægt að kvarta yfir því. Tesla hefur útvegað Toyota rafhlöður í RAV4 bíl Toyota, en Toyota ætlar að hætta að kaupa rafhlöður af Tesla í enda þessa árs. Toyota hefur aðeins selt 2.000 eintök af rafbílaútgáfu RAV4 og líklegt er að bíllinn verði tekinn úr sölu. Haft er eftir forstjóra Tesla, Elon Musk að nýr samningur við Toyota gæti orðið að möguleika innan tveggja til þriggja ára. Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent
Fyrir stuttu seldi Daimler öll hlutabréf sín í Tesla sem námu 4% af eignarhaldi rafbílaframleiðandanum frá Kaliforníu. Nú hefur Toyota fylgt í kjölfar Daimler, en ekki er þó ljóst hvort Toyota hafi selt öll sín bréf sem námu 2,5% í félaginu. Góð ávöxtun hefur verið á bréfum Toyota þar sem þau voru keypt árið 2010 á genginu 17 en skráð gengi þeirra nú er 235,3. Það þýðir 1.385% ávöxtun þeirra og ekki hægt að kvarta yfir því. Tesla hefur útvegað Toyota rafhlöður í RAV4 bíl Toyota, en Toyota ætlar að hætta að kaupa rafhlöður af Tesla í enda þessa árs. Toyota hefur aðeins selt 2.000 eintök af rafbílaútgáfu RAV4 og líklegt er að bíllinn verði tekinn úr sölu. Haft er eftir forstjóra Tesla, Elon Musk að nýr samningur við Toyota gæti orðið að möguleika innan tveggja til þriggja ára.
Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent