Opel Corsa rýkur út fyrirfram Finnur Thorlacius skrifar 4. nóvember 2014 11:00 Opel Corsa árgerð 2015. Stutt er í að Opel kynni fimmtu kynslóð smábílsins Opel Corsa og er ekki hægt að segja annað en að honum sé strax vel tekið. Borist hafa nú þegar einar 30.000 pantanir í bílinn en það var fyrst í ágúst sem kaupendum bauðst að leggja inn pantanir í bílinn. Hönnun bílsins, hversu hlaðinn hann er tækninýjungum og gott verð virðist falla vel í kramið hjá kaupendum og er það vel fyrir Opel þar sem þessi bílgerð er mjög mikilvæg fyrir sölu Opel fyrirtækisins. Opel hefur uppi áform um stóraukna sölu á næstu árum og það gæti greinilega gengið eftir miðað við þessar móttökur.Kom fyrst á markað fyrir 32 árum Opel Corsa kom fyrst á markað fyrir 32 árum og hefur alls selst í 12,4 milljónum eintaka og seldist fjórða og síðasta kynslóð Corsa í yfir 3 milljónum eintaka. Fram til ársins 2018 mun Opel kynna eina 27 nýja bíla og 17 nýjar vélargerðir. Á næsta ári mun Opel til dæmis kynna smábíl sem fá mun nafnið Opel Karl, en hann verður markaðssettur undir nafninu Vauxhall Viva, en margir Íslendingar þekkja til þess bíls hér á árum áður og seldist hann ágætlega hérlendis á tímabili. Þessi nýi bíll mun þó eiga fátt sameiginlegt með þeim gamla bíl. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent
Stutt er í að Opel kynni fimmtu kynslóð smábílsins Opel Corsa og er ekki hægt að segja annað en að honum sé strax vel tekið. Borist hafa nú þegar einar 30.000 pantanir í bílinn en það var fyrst í ágúst sem kaupendum bauðst að leggja inn pantanir í bílinn. Hönnun bílsins, hversu hlaðinn hann er tækninýjungum og gott verð virðist falla vel í kramið hjá kaupendum og er það vel fyrir Opel þar sem þessi bílgerð er mjög mikilvæg fyrir sölu Opel fyrirtækisins. Opel hefur uppi áform um stóraukna sölu á næstu árum og það gæti greinilega gengið eftir miðað við þessar móttökur.Kom fyrst á markað fyrir 32 árum Opel Corsa kom fyrst á markað fyrir 32 árum og hefur alls selst í 12,4 milljónum eintaka og seldist fjórða og síðasta kynslóð Corsa í yfir 3 milljónum eintaka. Fram til ársins 2018 mun Opel kynna eina 27 nýja bíla og 17 nýjar vélargerðir. Á næsta ári mun Opel til dæmis kynna smábíl sem fá mun nafnið Opel Karl, en hann verður markaðssettur undir nafninu Vauxhall Viva, en margir Íslendingar þekkja til þess bíls hér á árum áður og seldist hann ágætlega hérlendis á tímabili. Þessi nýi bíll mun þó eiga fátt sameiginlegt með þeim gamla bíl.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent