Helstu atriðin keppnishelgarinnar verða skoðuð í Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi.

Nú þegar hafa Caterham og Marussia hætt að mæta og óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Force Inda, Sauber og Lotus hótuðu að taka ekki þátt í Texas ef ekkert yrði gert til að hjálpa inni liðunum. Bernie Ecclestone sagði um helgina „sennilega er þetta vesen mér að kenna.“
Fyrsta hugmyndin til að leysa vandann hefur litið dagsins ljós. „Ég veit að CVC (fyrirtækið sem á Formúlu 1) og Bernie hafa verið að skoða þetta. Hugmyndin er að setja ákveðna grunn greiðslu til mini liðanna. Það mun leiða til þess að hægt er að láta liðið ganga með eðililegt fjármagn,“ sagði Gérard Lopez, framkvæmdastjóri Lotus.
Umrædd grunn greiðsla vegna þátttöku, ef af henni verður, hefur verið talin þurfa vera um 100 milljónir punda (19,6 milljarðar króna). Þess má geta að stærstu liðin verja um 350 milljónum punda í Formúlu 1 á hverju ári (68,5 milljarðar króna).

Rosberg segir að röng stilling á ERS (orkuöflunarkerfinu) hafi leitt til þess að hann hafði ekki afl frá kerfinu til að verjast fram úr akstri Hamilton á hring 24.
Kerfið var stillt þannig að það skilaði auknu afli nokkuð eftir að þess var óskað. Sú stilling var alveg óvart á samkvæmt Rosberg. Einhvern veginn finnst blaðamanni að slíkt eigi eiginlega ekki að geta klikkað á svona ögur stundu en það er annað mál.
Rosberg viðurkenndi líka að hann hefði sennilega getað varist betur í beygjunni sem Hamilton hafði betur. Kannski var það bara vandinn.

Kimi Raikkonen ekur fyrir Ferrari, frá sögulegu sjónarhorni besta liðið í Formúlu 1. Hann endaði í 13. sæti af þeim 15 sem luku keppni. Það er alls ekki staða sem Ferrari vill vera í.
Raikkonen sagði eftir keppnina að það breytti engu hvað hann reyndi að gera, dekkin spændust upp og hann þurfti að taka þrjú þjónustuhlé. Þetta hefur ekki verið drauma ár fyrir Raikkonen. Ætli Ferrari þori ekki að bola honum út aftur? Það veðrur áhugavert að sjá hvað liðið hefur mikla þolinmæði gagnvart svona frammistöðu.

Nýlega réð Audi til sín fyrrum liðsstjóra Ferrari, Stefano Domenicali. Orðrómur spratt um um leið, Audi er að fara í Formúlu 1. Wolfgang Ullrich, framkvæmdastjóri Audi hefur sagt að liðið sé ekki á leiðinni í Formúlu 1 árið 2016. Ullrich sagði „það er ekkert ákveðið,“ aðspurður um Audi lið árið 2016.
Hins vegar hefur Ullrich algjörlega neitað einhverskonar tengslum við Fernando Alonso. „Herra Alonso var í okkar bílskúr á Le Mans kappakstrinum í ár og það er allt og sumt - engin frekari tengsl,“ sagði Ullrich.
Hvert ætlar Alonso þá? Það vita sennilegar fáar manneskjur í heiminum. Líklegast er hann þó á leið til McLaren.

Rosberg segir að það breyti engu um tilfinningar hans gagnvart heimsmeistaratitlinum eða því að sigra Hamilton þótt það yrði aðeins vegna tvöfaldra stiga í Abú Dabí.
Hamilton er 24 stigum á undan og gæti leitt með meira en 25 stigum þegar kemur að Abú Dabí. Ef ekki væri fyrir tvöföldu stigin þar gæti Hamilton tryggt sér titilinn í Brasilíu næstu helgi.
„Þetta er eins og þetta er, mér er alveg saman. Svo lengi sem ég er með einu stigi meira við lok keppninnar í Abú Dabí þá er mér sama hvernig eða hvers vegna. Það er eins fyrir alla… þetta er æskudraumur, er það ekki, að verða heimsmeistari í Formúlu 1? Það yrði mjög sérstök stund,“ sagði Rosberg.