Lego í samstarf með Ferrari, Porsche og McLaren Finnur Thorlacius skrifar 6. nóvember 2014 09:16 McLaren bíll frá Lego. Danski leikfangaframleiðandinn Lego hefur hafið samstarf við sportbílaframleiðendurna Ferrari, Porsche og McLaren og mun framleiða leikfangabíla sem eru eftirlíkingar bíla þeirra. Sjö mismunandi bílar og fylgihlutir framleiðendanna verða í boði, sem ætti að færa heilmikinn bílahasar á gólf barnaherbergja um allan heim. Bílarnir sem Logo ætlar að framleiða eru Ferrari F14 T keppnisbíll ásamt Ferrari flutningabíl fyrir hann, McLaren Mercedes MP4-29 keppnisbíl ásamt „pitstop“-setti með ljósum, sem og Porsche 911 RSR og 911 GT3 R Hybrid bíla. Að auki verða aðrir ónefndir 4 bílar framleiðendanna gerðir. Eru þessi leikföng ætluð börnum á aldrinum 5-11 ára. Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent
Danski leikfangaframleiðandinn Lego hefur hafið samstarf við sportbílaframleiðendurna Ferrari, Porsche og McLaren og mun framleiða leikfangabíla sem eru eftirlíkingar bíla þeirra. Sjö mismunandi bílar og fylgihlutir framleiðendanna verða í boði, sem ætti að færa heilmikinn bílahasar á gólf barnaherbergja um allan heim. Bílarnir sem Logo ætlar að framleiða eru Ferrari F14 T keppnisbíll ásamt Ferrari flutningabíl fyrir hann, McLaren Mercedes MP4-29 keppnisbíl ásamt „pitstop“-setti með ljósum, sem og Porsche 911 RSR og 911 GT3 R Hybrid bíla. Að auki verða aðrir ónefndir 4 bílar framleiðendanna gerðir. Eru þessi leikföng ætluð börnum á aldrinum 5-11 ára.
Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent