Graeme McDowell í forystu eftir fyrsta hring í Kína 6. nóvember 2014 09:40 G-Mac var í stuði í nótt. AP Norður-Írinn Graeme McDowell leiðir eftir fyrsta hring á HSBC heimsmótinu í golfi sem fram fer í Shanghai í Kína en hann lék á 67 höggum eða fimm undir pari. McDowell tók afgerandi forystu snemma á hringnum en hann fékk sjö fugla á fyrstu 12 holunum. Honum tókst þó ekki að klára hringinn af jafn miklu kappi og hann byrjaði en þessi geðþekki kylfingur hefur þó tveggja högga forskot á næstu menn. Leikið er á Shesan International vellinum en hann reyndist mörgum af bestu kylfingum heims erfiður á fyrsta hring enda karginn þykkur og brautirnar mjóar. 40 af 50 stigahæstu kylfingum á heimslistanum í golfi eru meðal keppenda um helgina og því er mótið afar sterkt en nokkrir kylfingar deila öðru sætinu á þremur höggum undir pari. Þar má helst nefna Rickie Fowler, Martin Kaymer og Brandt Snedeker en þá eru einnig mörg stór nöfn á tveimur höggum undir pari eins og Lee Westwood, Henrik Stenson, Jordan Spieth, Ian Poulter og Adam Scott. HSBC heimsmótið er ekki eina stóra mótið í golfheiminum um helgina en Sanderson Farms Championship fer fram á Jackson vellinum í Mississippi. Þar munu minni spámenn á PGA-mótaröðinni njóta sín í fjarveru stærstu nafnanna en skor á þessu móti hefur yfirleitt verið mjög gott og því má búast við sannkallaðri fuglaveislu. Bæði HSBC heimsmótið og Sanderson Farms Championship verða í beinni útsendingu á Golfstöðinni um helgina en útsendingartíma þeirra má nálgast hér. Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Norður-Írinn Graeme McDowell leiðir eftir fyrsta hring á HSBC heimsmótinu í golfi sem fram fer í Shanghai í Kína en hann lék á 67 höggum eða fimm undir pari. McDowell tók afgerandi forystu snemma á hringnum en hann fékk sjö fugla á fyrstu 12 holunum. Honum tókst þó ekki að klára hringinn af jafn miklu kappi og hann byrjaði en þessi geðþekki kylfingur hefur þó tveggja högga forskot á næstu menn. Leikið er á Shesan International vellinum en hann reyndist mörgum af bestu kylfingum heims erfiður á fyrsta hring enda karginn þykkur og brautirnar mjóar. 40 af 50 stigahæstu kylfingum á heimslistanum í golfi eru meðal keppenda um helgina og því er mótið afar sterkt en nokkrir kylfingar deila öðru sætinu á þremur höggum undir pari. Þar má helst nefna Rickie Fowler, Martin Kaymer og Brandt Snedeker en þá eru einnig mörg stór nöfn á tveimur höggum undir pari eins og Lee Westwood, Henrik Stenson, Jordan Spieth, Ian Poulter og Adam Scott. HSBC heimsmótið er ekki eina stóra mótið í golfheiminum um helgina en Sanderson Farms Championship fer fram á Jackson vellinum í Mississippi. Þar munu minni spámenn á PGA-mótaröðinni njóta sín í fjarveru stærstu nafnanna en skor á þessu móti hefur yfirleitt verið mjög gott og því má búast við sannkallaðri fuglaveislu. Bæði HSBC heimsmótið og Sanderson Farms Championship verða í beinni útsendingu á Golfstöðinni um helgina en útsendingartíma þeirra má nálgast hér.
Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira