Ásta og Baldur akstursíþróttamenn ársins Finnur Thorlacius skrifar 6. nóvember 2014 11:25 Rallýkeppni á Íslandi. Á lokahófi akstursíþróttamanna sem haldið var á Sjallanum á Akureyri síðastliðna helgi voru kosnir akstursíþróttamenn ársins 2014 og kom það í hlut Ástu Sigurðardóttur í kvennaflokki og Baldurs Haraldssonar í karlaflokki. Þrátt fyrir ungan aldur Ástu, en hún er 25 ára, á hún glæstan feril sem rallökumaður. Hún fagnaði til að mynda sigri með bróður sínum í sinni fyrstu keppni sinni árið 2006. Bæði það ár og á því næsta varð hún Íslandsmeistari í rallakstri en líklega er stærsti sigur Ástu í mótaröð sem ber nafnið Evo Challenge í Bretlandi árið 2009. Baldur hefur lengi verið viðloðandi akstursíþróttir og keppti fyrst árið 1990 í ísakstri í Skagafirði. Hann er ekki einhamur þegar kemur að akstursíþróttum og hefur keppt í ralli, rallíkrossi, mótorkrossi, torfæru, ísakstri og torfæru. Hann er núverandi Íslandsmeistari í rallakstri og náði þeim athygliverða árangri í sumar að skila bíl sínum í mark í hverri einustu keppni stráheilum. Er slíkt víst einsdæmi. Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent
Á lokahófi akstursíþróttamanna sem haldið var á Sjallanum á Akureyri síðastliðna helgi voru kosnir akstursíþróttamenn ársins 2014 og kom það í hlut Ástu Sigurðardóttur í kvennaflokki og Baldurs Haraldssonar í karlaflokki. Þrátt fyrir ungan aldur Ástu, en hún er 25 ára, á hún glæstan feril sem rallökumaður. Hún fagnaði til að mynda sigri með bróður sínum í sinni fyrstu keppni sinni árið 2006. Bæði það ár og á því næsta varð hún Íslandsmeistari í rallakstri en líklega er stærsti sigur Ástu í mótaröð sem ber nafnið Evo Challenge í Bretlandi árið 2009. Baldur hefur lengi verið viðloðandi akstursíþróttir og keppti fyrst árið 1990 í ísakstri í Skagafirði. Hann er ekki einhamur þegar kemur að akstursíþróttum og hefur keppt í ralli, rallíkrossi, mótorkrossi, torfæru, ísakstri og torfæru. Hann er núverandi Íslandsmeistari í rallakstri og náði þeim athygliverða árangri í sumar að skila bíl sínum í mark í hverri einustu keppni stráheilum. Er slíkt víst einsdæmi.
Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent