Nýtt flaggskip Audi Finnur Thorlacius skrifar 7. nóvember 2014 09:45 Styttast fer í kynningu nýs flaggskips í flóru fólksbíla Audi. Það ætlar þýski lúxusbílaframleiðandinn að gera á bílasýningunni L.A. Auto Show og kynna þar glænýjan bíl, Audi A9. Þessi bíll verður enn stærri en annars mjög stór A8 bíll Audi. Hann verður með „coupe“-lagi eins og A7 og A5 bílarnir og svo virðist sem oddatölurnar eigi að tákna þetta sportlega lag Audi bíla. Audi hefur ekki enn sent frá sér myndir af endanlegu útliti bílsins en þó þetta stríðnimyndskeið af honum. Þar lýsir hönnuður bílsins hvað það var sem veitti honum innblástur við hönnun hans og nefnir hann sérstaklega bíla eins og keppnisbílinn Audi 90 IMSA GTO, fyrstu gerð A8 bílsins og einnig fyrstu gerð Audi TT. Hvort það hefur orðið til þess að breyta annars einsleitri línu Audi bíla kemur í ljós þegar Audi frumsýnir þennan nýja A9. Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent
Styttast fer í kynningu nýs flaggskips í flóru fólksbíla Audi. Það ætlar þýski lúxusbílaframleiðandinn að gera á bílasýningunni L.A. Auto Show og kynna þar glænýjan bíl, Audi A9. Þessi bíll verður enn stærri en annars mjög stór A8 bíll Audi. Hann verður með „coupe“-lagi eins og A7 og A5 bílarnir og svo virðist sem oddatölurnar eigi að tákna þetta sportlega lag Audi bíla. Audi hefur ekki enn sent frá sér myndir af endanlegu útliti bílsins en þó þetta stríðnimyndskeið af honum. Þar lýsir hönnuður bílsins hvað það var sem veitti honum innblástur við hönnun hans og nefnir hann sérstaklega bíla eins og keppnisbílinn Audi 90 IMSA GTO, fyrstu gerð A8 bílsins og einnig fyrstu gerð Audi TT. Hvort það hefur orðið til þess að breyta annars einsleitri línu Audi bíla kemur í ljós þegar Audi frumsýnir þennan nýja A9.
Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent