Forstjóri Apple kemur út úr skápnum Atli Ísleifsson skrifar 30. október 2014 12:31 Tim Cook tók við forstjóraembættinu hjá Apple árið 2011. Vísir/AFP „Þó að ég hafi aldrei neitað kynhneigð minni, þá hef ég ekki viðurkennt hana opinberlega heldur þar til nú. Leyfið mér því að tala skýrt: Ég er stoltur af því að vera samkynhneigður og álít það að vera samkynhneigður vera mestu gjöf guðs til mín,“ segir Tim Cook, forstjóri Apple, í pistli á síðunni Businessweek sem birtist fyrr í dag. Cook segist hafa reynt að forðast það að ræða einkalíf sitt á opinberum vettvangi í gegnum árin. „Apple er nú þegar eitt af þeim fyrirtækjum heims sem mest er fjallað um, og ég vil að kastljósinu sé beint að afurðum okkar og þeim ótrúlegu hlutum sem viðskiptavinir okkar geta gert með þeim.“ Cook segist þó einnig hafa velt mikið fyrir sér spurningu Martin Luther King um „hvað þú sért að gera fyrir aðra“. „Ég hef oft spurt sjálfan mig þeirrar spurningar og komist að því að þrá mín eftir einkalífi hefur komið í veg fyrir að geti gert eitthvað enn mikilvægara. Það er það sem hefur fengið mig til að gera þett í dag.“ Cook segir að fjölmargir samstarfsfélagar hans hjá Apple hafi vitað um samkynhneigð hans og að það hafi litlu breytt um framkomu þeirra í hans gerð. „Ég er náttúrulega svo heppinn að vinna hjá fyrirtæki sem elskar sköpunargáfu og nýsköpun og veit að það getur aðeins blómstrað þegar þú fagnar fjölbreytileika fólks. Ekki eru allir svo heppnir. Að sögn segist Cook ekki líta á sjálfan sig sem aðgerðasinna, en að hann geri sér jafnframt grein fyrir að hann hafi hagnast mikið á fórnum annarra sem staðið hafa í réttindabaráttu samkynhneigðra. Cook tók við forstjóraembætti Apple af Steve Jobs árið 2011. Lesa má grein Cook í heild sinni hér. Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
„Þó að ég hafi aldrei neitað kynhneigð minni, þá hef ég ekki viðurkennt hana opinberlega heldur þar til nú. Leyfið mér því að tala skýrt: Ég er stoltur af því að vera samkynhneigður og álít það að vera samkynhneigður vera mestu gjöf guðs til mín,“ segir Tim Cook, forstjóri Apple, í pistli á síðunni Businessweek sem birtist fyrr í dag. Cook segist hafa reynt að forðast það að ræða einkalíf sitt á opinberum vettvangi í gegnum árin. „Apple er nú þegar eitt af þeim fyrirtækjum heims sem mest er fjallað um, og ég vil að kastljósinu sé beint að afurðum okkar og þeim ótrúlegu hlutum sem viðskiptavinir okkar geta gert með þeim.“ Cook segist þó einnig hafa velt mikið fyrir sér spurningu Martin Luther King um „hvað þú sért að gera fyrir aðra“. „Ég hef oft spurt sjálfan mig þeirrar spurningar og komist að því að þrá mín eftir einkalífi hefur komið í veg fyrir að geti gert eitthvað enn mikilvægara. Það er það sem hefur fengið mig til að gera þett í dag.“ Cook segir að fjölmargir samstarfsfélagar hans hjá Apple hafi vitað um samkynhneigð hans og að það hafi litlu breytt um framkomu þeirra í hans gerð. „Ég er náttúrulega svo heppinn að vinna hjá fyrirtæki sem elskar sköpunargáfu og nýsköpun og veit að það getur aðeins blómstrað þegar þú fagnar fjölbreytileika fólks. Ekki eru allir svo heppnir. Að sögn segist Cook ekki líta á sjálfan sig sem aðgerðasinna, en að hann geri sér jafnframt grein fyrir að hann hafi hagnast mikið á fórnum annarra sem staðið hafa í réttindabaráttu samkynhneigðra. Cook tók við forstjóraembætti Apple af Steve Jobs árið 2011. Lesa má grein Cook í heild sinni hér.
Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent